Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.
Þá var aðili tekinn fyrir að mölva rúðu í einbýli í hverfi 105, öldauður aðili í verslun í hverfi 101, og einnig kom leki að bát er verið var að æfa siglingar í Nauthólsvík.
Frá lögreglustöð 4 var mál þar sem erlendur leigubílstjóri var til leiðinda á einkalóð í hverfi 270, og var rekinn í burtu. Einnig var svartklæddur maður til leiðinda í hverfi 110, en hann var farinn þegar lögreglu bar að garði.