Veittu leyfi fyrir umdeilda girðingu á Selfossi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 22:01 Framkvæmdir hefjast í næstu viku á girðingu sem ekki ríkir einhugur um í bæjarstjórn. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Árborgar samþykkti í dag tillögu skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins. Áhyggjur eru uppi um að girðingin hindri aðgang að svæðum sem hafa verið notuð til hátíðarhalda á útihátíðum á sumrin. Gert er ráð fyrir því að girðingin nái utan um svæði sem notað hefur verið til brekkusöngs. Vignir Guðjónsson óskaði fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags ehf. eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu girðingar utan um framkvæmdasvæðið, en Sigtún fer fyrir framkvæmdum á svæðinu. Með afgirðingu svæðis væri verið að tryggja athafnasvæði verktaka á svæðinu, auk þess sem verið væri að tryggja öryggi bæði verktaka og vegfarenda. Vildu að málið færi aftur fyrir skipulagsnefnd Fulltrúar minnihlutans voru andvígir áformunum. Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista, lögðu fram bókun. Þar stóð „í ljósi inngripa þeirra sem fyrirhugað er að ráðast í og takmarkaðra gagna sem lögð hafa verið fram, þá erum við mótfallin afgreiðslu á svo viðamiklu máli í bæjarráði.“ Þau töldu að leggja þyrfti málið fram á ný í skipulagsnefnd. Bókun meirihlutans, D- og Á-lista, segir að þeim finnist miður að málið frestist fram að mánaðarmótum, þar sem um sé að ræða öryggisgirðingu sem á að setja upp í samræmi við minnisblað mannvirkja- og umhverfissviðs. Girðingunni sé aðeins ætlað að auka öryggi vegfarenda um Sigtúnsgarð á framkvæmdatíma. Ný gönguleið verði gerði úr Sigtúnsgarði að Kirkjuvegi. „Staðsetning girðingar tryggir því að hátíðarhöld sumarsins geta farið fram með hefðbundnum hætti í Sigtúnsgarði,“ segir í bókun meirihlutans. Árborg Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Vignir Guðjónsson óskaði fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags ehf. eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu girðingar utan um framkvæmdasvæðið, en Sigtún fer fyrir framkvæmdum á svæðinu. Með afgirðingu svæðis væri verið að tryggja athafnasvæði verktaka á svæðinu, auk þess sem verið væri að tryggja öryggi bæði verktaka og vegfarenda. Vildu að málið færi aftur fyrir skipulagsnefnd Fulltrúar minnihlutans voru andvígir áformunum. Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista, lögðu fram bókun. Þar stóð „í ljósi inngripa þeirra sem fyrirhugað er að ráðast í og takmarkaðra gagna sem lögð hafa verið fram, þá erum við mótfallin afgreiðslu á svo viðamiklu máli í bæjarráði.“ Þau töldu að leggja þyrfti málið fram á ný í skipulagsnefnd. Bókun meirihlutans, D- og Á-lista, segir að þeim finnist miður að málið frestist fram að mánaðarmótum, þar sem um sé að ræða öryggisgirðingu sem á að setja upp í samræmi við minnisblað mannvirkja- og umhverfissviðs. Girðingunni sé aðeins ætlað að auka öryggi vegfarenda um Sigtúnsgarð á framkvæmdatíma. Ný gönguleið verði gerði úr Sigtúnsgarði að Kirkjuvegi. „Staðsetning girðingar tryggir því að hátíðarhöld sumarsins geta farið fram með hefðbundnum hætti í Sigtúnsgarði,“ segir í bókun meirihlutans.
Árborg Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira