Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 18:06 Ragnar Stefánsson var landsþekktur jarðskjálftafræðingur. Vísir/Arnar Ragnar Kristján Stefánsson jarðskjálftafræðingur lést í gær á Landspítalanum. Ragnar var landsþekktur sem helsti jarðskjálftafræðingur þjóðarinnar og var einnig áberandi í félagsstörfum af ýmsu tagi. Ragnar Stefánsson var í augum margra andlit jarðskjálftafræðanna, enda var hann um langt skeið reglulegur álitsgjafi í fjölmiðlum þegar fjalla átti um jarðskjálfta. Fyrir vikið var hann mörgum kunnugur sem Ragnar skjálfti. Fyrir tveimur árum gaf Ragnar út bókina Hvenær kemur sá stóri?, þar sem gerð er grein fyrir þróun jarðskjálftafræðanna og jarðskjálftasaga Íslands reifuð. Efniviður bókarinnar er rannsóknir og ævistarf Ragnars, en rannsóknir hans hafa meðal annar snúið að því hvernig hægt er að spá fyrir um jarðskjálfta. Bókin hlaut hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Ragnar var ekki síður þekktur fyrir félagsstörf, en hann var áberandi í þjóðmálaumræðunni sem róttækur vinstri maður. Hann var til að mynda í forystu æskulýðsfylkingarinnar á árunum 1966 - 1984, formaður framfarafélags Dalvíkurbyggðar frá stofnun þess 2002, og formaður samtakanna Landsbyggðin lifi á árunum 2003-2008. Hann var meðal stofnenda Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs árið 1999. Sjálfsævisaga Ragnars, Það skelfur, kom út árið 2013. Eiginkona Ragnars er Ingibjörg Hjartardóttir. Ragnar skilur eftir sig eiginkonu, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Andlát Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Ragnar Stefánsson var í augum margra andlit jarðskjálftafræðanna, enda var hann um langt skeið reglulegur álitsgjafi í fjölmiðlum þegar fjalla átti um jarðskjálfta. Fyrir vikið var hann mörgum kunnugur sem Ragnar skjálfti. Fyrir tveimur árum gaf Ragnar út bókina Hvenær kemur sá stóri?, þar sem gerð er grein fyrir þróun jarðskjálftafræðanna og jarðskjálftasaga Íslands reifuð. Efniviður bókarinnar er rannsóknir og ævistarf Ragnars, en rannsóknir hans hafa meðal annar snúið að því hvernig hægt er að spá fyrir um jarðskjálfta. Bókin hlaut hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Ragnar var ekki síður þekktur fyrir félagsstörf, en hann var áberandi í þjóðmálaumræðunni sem róttækur vinstri maður. Hann var til að mynda í forystu æskulýðsfylkingarinnar á árunum 1966 - 1984, formaður framfarafélags Dalvíkurbyggðar frá stofnun þess 2002, og formaður samtakanna Landsbyggðin lifi á árunum 2003-2008. Hann var meðal stofnenda Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs árið 1999. Sjálfsævisaga Ragnars, Það skelfur, kom út árið 2013. Eiginkona Ragnars er Ingibjörg Hjartardóttir. Ragnar skilur eftir sig eiginkonu, börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira