Tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum hálfu ári eftir hnéaðgerð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júní 2024 08:31 Sigrinum fagnað af ástríðu. Patrick Smith/Getty Images Anna Hall tryggði sér á dögunum sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París síðar í sumar. Þar mun hún keppa í sjöþraut en leið hennar á leikana hefur verið þyrnum stráð. Hin 23 ára gamla Hall tryggði sér sæti á leikunum þegar hún sigraði forkeppnina í sjöþraut. Hún hefur svo sannarlega gengið í gegnum margt þrátt fyrir ungan aldur en talið var líklegt að Hall myndi tryggja sér sæti á síðustu Ólympíuleikum sem fram fór í Tókýó í Japan árið 2021. Þá fótbrotnaði hún í forkeppninni og gat því ekki keppt á leikunum. Það virtist sem sagan væri að endurtaka sig þegar Hall þurfti að fara í aðgerð á hné í janúar á þessu ári. Hún segir endurkoma sína hafa verið mun erfiðari en hún bjóst við. „Þetta ár hefur verið svo erfitt eftir aðgerðina. Það voru svo margir dagar sem ég var gjörsamlega brotin þegar ég yfirgaf æfingasvæðið. Ég hugsaði margoft um að hætta en öll í kringum mig stöppuðu í mig stálinu og sögðu að ég gæti þetta. Þau gerðu það þangað til ég fór að trúa sjálf. Í dag er ég svo þakklát að hafa loksins náð þessu,“ sagði Hall í viðtali eftir að sætið á ÓL var tryggt. spark notes from the weekend ❤️📝 pic.twitter.com/lpxHWtHmey— Anna Hall (@annaahalll) June 25, 2024 Hall þarf að eiga sitt besta mót í París ætli hún sér alla leið þar sem ríkjandi Ólympíumeistari, Nafi Thiam frá Belgíu, og ríkjandi heimsmeistari Katarina Johnson-Thompson frá Bretlandi eru báðar meðal keppenda. Ólympíuleikarnir 2024 hefjast þann 26. júlí og lýkur þann 11. ágúst næstkomandi. Frjálsar íþróttir EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Hin 23 ára gamla Hall tryggði sér sæti á leikunum þegar hún sigraði forkeppnina í sjöþraut. Hún hefur svo sannarlega gengið í gegnum margt þrátt fyrir ungan aldur en talið var líklegt að Hall myndi tryggja sér sæti á síðustu Ólympíuleikum sem fram fór í Tókýó í Japan árið 2021. Þá fótbrotnaði hún í forkeppninni og gat því ekki keppt á leikunum. Það virtist sem sagan væri að endurtaka sig þegar Hall þurfti að fara í aðgerð á hné í janúar á þessu ári. Hún segir endurkoma sína hafa verið mun erfiðari en hún bjóst við. „Þetta ár hefur verið svo erfitt eftir aðgerðina. Það voru svo margir dagar sem ég var gjörsamlega brotin þegar ég yfirgaf æfingasvæðið. Ég hugsaði margoft um að hætta en öll í kringum mig stöppuðu í mig stálinu og sögðu að ég gæti þetta. Þau gerðu það þangað til ég fór að trúa sjálf. Í dag er ég svo þakklát að hafa loksins náð þessu,“ sagði Hall í viðtali eftir að sætið á ÓL var tryggt. spark notes from the weekend ❤️📝 pic.twitter.com/lpxHWtHmey— Anna Hall (@annaahalll) June 25, 2024 Hall þarf að eiga sitt besta mót í París ætli hún sér alla leið þar sem ríkjandi Ólympíumeistari, Nafi Thiam frá Belgíu, og ríkjandi heimsmeistari Katarina Johnson-Thompson frá Bretlandi eru báðar meðal keppenda. Ólympíuleikarnir 2024 hefjast þann 26. júlí og lýkur þann 11. ágúst næstkomandi.
Frjálsar íþróttir EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira