Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 12:24 Ný forysta Sjálfstæðisflokksins leit björtum augum til framtíðar að loknu kjöri á landsfundi flokksins 2022. Flokkurinn hefur hins vegar aldrei mælst með minna fylgi en nú, rétt um tveimur mánuðum eftir að Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn standa hugmyndafræðilega næst Miðflokknum.Vísir/Vilhelm Könnun Maskínu var gerð dagana 31. maí til 20. júní og tóku 1.846 svarenda afstöðu til einstakra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 2,8 átta prósentustigum frá könnun Maskínu í maí og mælist nú með 14,7 prósent sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með hjá Maskínu. „Það eru örugglega ekki góð skilaboð hjá Sjálfstæðisflokknum að þau fyrstu séu að setja á stofn nýja ríkisstofnun utan um mannréttindaáherslur Vinstri grænna. Ég get alveg ímyndað mér að það trufli hluta af kjarnafylgjendum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að vera í vinstristjórn í sjö ár. Þótt flokkurinn sé núna tekinn við forystu í þessari sömu stjórn þá hafa vinstriáherslur verið ríkjandi og það getur ekki annað en baklandið lúið,” segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl.Vísir/Vilhelm Hann þakkar hins vegar áherslum sem Miðflokkurinn hafi lengi talað fyrir í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum stöðuga fylgisaukningu Miðflokksins frá kosningum. Þau mál væru nú öll í deiglunni. Samfylkingin hefur mælst með 27 prósenta fylgi hjá Maskínu í apríl, maí og nú í júní. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli kannana Maskínu nú og í maí. Framsóknarflokkurinn er fastur í tíu prósentum og Vinstri græn í fimm. Viðreisn bætir við sig einu prósentustigi, fer úr níu prósentum í tíu, Píratar fara úr átta í níu en Flokkur fólksins missir eitt prósentustig og fer úr sex í fimm milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn kemst hins vegar yfir fimm prósenta þröskuldinn, bætir við sig tveimur prósentustigum milli kannanna, og mælist nú með sex prósent. Það er ekki laust við að Bergþór hafi vissa samúð með Sjálfstæðisflokknum vegna fylgistaps hans. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar landsfund flokksins 2022.Vísir/Vilhelm „Ég efast nú um að staðan sé svona slæm. Vonandi verður þetta flokknum hvatning til að fara nær því sem landsfundur hefur ályktað í gegnum tíðina og svona kannski stefna flokksins er grunduð á,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn geti unnið með flestum flokkum á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. „En svona hugmyndafræðilega ætti Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað að vera góður valkostur til samstarfs. Það er auðvitað allt opið í þeim efnum og að endingu eins og vanalega eftir kosningar gerast menn pragmatískir og vinna úr þeirri stöðu sem uppi er,“ segir Bergþór Ólason. Hins vegar myndi ekki duga til að Miðflokkurinn tæki við af Vinstri grænum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk við myndun hægristjórnar samkvæmt könnun Maskínu. Samfylkingin gæti hins vegar að öllum líkindum leyst Sjálfstæðisflokkinn af hólmi og myndað miðjustjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39 Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21
Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. 11. júní 2024 23:39
Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. 8. júní 2024 13:01
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56