Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsisdóm Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. júní 2024 13:02 Gummi var dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að keyra próflaus. Einkaþjálfarinn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu.
Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið