Óttast að nettröll tefji rannsókn með samsæriskenningum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 07:52 Slater hefur nú verið týndur í rúma viku. Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina. Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún. Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún.
Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31
Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47