Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2024 19:28 Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild. Vísir/Einar Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag. Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43