Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2024 20:06 Guðbjörg segir í glettni sinni að hún og maður hennar séu orðin hluti af Bresku konungsfjölskyldunni eftir allar árnaðaróskirnar, sem þau hafa fengið frá þeim í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend
Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira