Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2024 20:06 Guðbjörg segir í glettni sinni að hún og maður hennar séu orðin hluti af Bresku konungsfjölskyldunni eftir allar árnaðaróskirnar, sem þau hafa fengið frá þeim í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend
Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira