Víða búið að brúa umönnunarbilið Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2024 10:31 Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnaþing vestra Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun