Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2024 21:21 TJ Cook er flugstjóri „That's All, Brother", forystuvélar innrásarinnar í Normandí. Bjarni Einarsson Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30