Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2024 21:21 TJ Cook er flugstjóri „That's All, Brother", forystuvélar innrásarinnar í Normandí. Bjarni Einarsson Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá aldursforsetann í hópnum, vél sem smíðuð var sem farþegaflugvél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Hún hefur ásamt nokkrum öðrum í sínum aldursflokki undanfarinn mánuð verið á ferð um Bretlandseyjar og meginland Evrópu til að minnast þess að þann 6. júní voru áttatíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Hún kom hingað frá Skotlandi á laugardag en frá Reykjavík var förinni í morgun heitið til Grænlands og svo áfram til Kanada. Og það var ekki að sjá að þessi 83 ára öldungur ætti erfitt með flugtakið. Þessi flugvél er 83 ára gömul, var smíðuð sem farþegaflugvél árið 1941.Bjarni Einarsson Það er þó þristurinn „That's All, Brother" sem venjulega fær mesta athyglina. Flugvélin er varðveitt á flugminjasafni í Texas. Áhöfnin telur sex manns og þeir eru allir sjálfboðaliðar. „Já, þessi flugvél á bak við mig er ein sögulega markverðasta flugvél sem flýgur enn,” segir flugstjórinn TJ Cook. „Þessi C-47 vél sem kallast That's All, Brother var forystuflugvélin á D-daginn. Á eftir þessari flugvél komu um 800 flugvélar með 14 þúsund fallhlífahermenn að morgni innrásardagsins í Evrópu 1944,” segir flugstjórinn. Í Evrópuleiðangrinum núna nýttu þeir flugvélina meðal annars til fallhlífastökks. Sautján slíkar ferðir voru flognar með yfir tvöhundruð fallhlífastökkvara. Áhöfn C-47 Douglas Dakota-vélarinnar á Reykjavíkurflugvelli í morgun ásamt Star Simpson, framkvæmdastjóra ACE FBO-flugþjónustunnar. Jafnvel gangsetningin á svona gömlum bulluhreyflum þykir flugnördum spennandi að sjá og heyra. Það gekk þó brösulega að gera hana klára til flugs í dag því eftir um hálftíma upphitun neyddust flugmennirnir til að drepa á hreyflunum þegar þeir sáu að eitthvað var í ólagi. Og þeir bera lotningu fyrir svona grip. „Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél svo það er markmið okkar að varðveita hana og deila henni með eins mörgum og við getum,” segir TJ Cook. Eftir lagfæringu um hálftíma síðar voru þeir búnir að ræsa á ný, komnir í flugtaksstöðu og gáfu allt í botn. En við veltum því upp hvort við eigum eftir að sjá þessa flugvél aftur á Íslandi? „Ég veit ekki hvort við komum aftur. Mér tókst að fljúga henni á 75 ára afmælinu og nú gátum við haldið upp á 80 ára afmælið. Þetta er mjög áreiðanleg flugvél og við sjáum til hvað gerist eftir fimm ár, hvort við komum aftur eða ekki,” svarar flugstjórinn TJ Cook. Fyrir þá flugáhugamenn sem misstu af þessari, þá lenti önnur samskonar hervél í Reykjavík upp úr klukkan sjö í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Fornminjar Tengdar fréttir Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30