UEFA svarar gagnrýni vegna seinagangs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 17:16 Höggið sem um er ræðir. Shaun Botterill/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag. Varga meiddist vægast sagt illa í gær þegar Angus Gunn, markvörður Skotlands, keyrði hann niður innan vítateigs í þann mund sem hann kýldi fyrirgjöf frá marki sínu. Varga steinlá og ljóst var strax að hann væri illa meiddur. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hversu lengi það tók að koma réttum aðilum inn á völlinn til að hlúa að honum. Einnig tók það starfsmenn vallarins heila eilífð að koma börum inn á völlinn svo hægt væri að bera Varga af velli. Í yfirlýsingu UEFA segir að það hafi tekið rétta viðbragðsaðila innan við 15 sekúndur að komast inn á völlinn. Sjúkrateymið beið á hliðarlínunni, eins og segir til um þegar kemur að atvikum sem þessum. Það hafi svo komið inn á völlinn um leið og beðið var um að farið yrði með leikmanninn upp á sjúkrahús. Einnig segir í yfirlýsingunni að öll framkvæmd viðbragðsaðila hafi verið eftir regluverki UEFA og það hafi engin töf orðið á þeirri aðstoð sem Varga fékk inn á vellinum eða þá varðandi hversu fljótt hann hafi verið sendur á sjúkrahús. UEFA have responded to criticism about the speed of medical help to Hungary's Barnabás Varga after he suffered multiple fractures to facial bones and concussion against Scotland. pic.twitter.com/vW00nc5Id4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2024 Hinn 29 ára gamli Varga rotaðist við höggið, fékk heilahristing ásamt því sem hann braut bein í fleirtölu. Hann mun fara í aðgerð síðar í dag segir í frétt Daily Mail. Varga steinlá eftir þetta högg.Catherine Ivill/Getty Images Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01 Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Varga meiddist vægast sagt illa í gær þegar Angus Gunn, markvörður Skotlands, keyrði hann niður innan vítateigs í þann mund sem hann kýldi fyrirgjöf frá marki sínu. Varga steinlá og ljóst var strax að hann væri illa meiddur. UEFA hefur fengið mikla gagnrýni fyrir hversu lengi það tók að koma réttum aðilum inn á völlinn til að hlúa að honum. Einnig tók það starfsmenn vallarins heila eilífð að koma börum inn á völlinn svo hægt væri að bera Varga af velli. Í yfirlýsingu UEFA segir að það hafi tekið rétta viðbragðsaðila innan við 15 sekúndur að komast inn á völlinn. Sjúkrateymið beið á hliðarlínunni, eins og segir til um þegar kemur að atvikum sem þessum. Það hafi svo komið inn á völlinn um leið og beðið var um að farið yrði með leikmanninn upp á sjúkrahús. Einnig segir í yfirlýsingunni að öll framkvæmd viðbragðsaðila hafi verið eftir regluverki UEFA og það hafi engin töf orðið á þeirri aðstoð sem Varga fékk inn á vellinum eða þá varðandi hversu fljótt hann hafi verið sendur á sjúkrahús. UEFA have responded to criticism about the speed of medical help to Hungary's Barnabás Varga after he suffered multiple fractures to facial bones and concussion against Scotland. pic.twitter.com/vW00nc5Id4— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 24, 2024 Hinn 29 ára gamli Varga rotaðist við höggið, fékk heilahristing ásamt því sem hann braut bein í fleirtölu. Hann mun fara í aðgerð síðar í dag segir í frétt Daily Mail. Varga steinlá eftir þetta högg.Catherine Ivill/Getty Images
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01 Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. 23. júní 2024 23:01
Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. 23. júní 2024 18:31