Árás á lýðræðið í landinu: Íslenskað streymi eða ekki! Hólmgeir Baldursson skrifar 24. júní 2024 15:31 Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Umræðan er ansi fyrirferðarmikil hjá þeim blessuðum og birtist víða þessa daganna. En vanda skal til verka og gæta þess að rétt og eðlileg samkeppni eigi sér stað í þess að byggja upp fleiri hindranir, en helsta kappsmál okkar sem stundum afþreyingarmiðlun er að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi aðgengi að íslenskum texta og íslenskri tungu í stað þess að erlendar streymisveitur skauti ávallt fram hjá íslenskunni í krafti alþjóðavæðingar en "litlu innlendu" streymisaðilarnir eins og Skjár 1 sé "skikkaður" samkvæmt lögum til að texta og talsetja ALLT sitt efni með miklum tilkostnaði sem sýnilega er að sliga rekstrarumhverfið, enda staðreynd að bara textinn við eina kvikmynd kostar um 90.000.- og ljóst að eitt útsendingarkvöld kostar stöðina um 360.000.- og einn mánuður því rúmlega 10 milljónir króna. Ég hef kvartað undan óvæginni "óraunhæfri samkeppni" fyrr en ekkert virðist ná eyrum þeirra sem öllu ráða og sá eini sem las síðasta pistil frá mér taldi mig vera að reyna að "betla" pening af Ríkinu, en það er öðru nær, ég vil bara að það sama nái yfir alla, ekki bara "suma". Ef rýnt er í nýlegt frumvarp sem liggur inni þá kvarta ég helst undan því að verið sé að byggja upp fleiri veggi en teknir séu niður og staðreyndin er einfaldlega bara sú að þar sem ég hef íslenskað fjölda kvikmynda og heimildarþátta fyrir bæði Netflix & Viaplay þá veit ég fyrir víst að þetta er auðveldlega gerleg framkvæmd, þar sem þessir miðlar úthýsa þessum verkefnum á þar til bæra aðila, en hafa undanfarna mánuði hreinlega hætt öllum slíkum aðgerðum og ástæðan er kannski sú að þeir þurfa ekki að leggja í kostnaðinn vegna þess að íslenskt umhverfi leyfir erlent tal og textalaust streymi, en innlendir aðilar eru skyldaðir lögum samkvæmt að kosta til talsetningu og textunnar án þess að gætt sé jafnræðis og nær væri að því að styrkja íslenska tungu í samkeppni við erlenda starfsemi svo við þessir fáu sem enn stunda þetta, getum haldið áfram af einhverri reisn. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að þetta blessaða gervigreindarsull hefur verið notað við textun nokkurra mynda til að spara pening, en það þarf svo að prófarkalesa allt og á endanum er þetta varla að borga sig, en lái manni hver sem vill að á meðan ekki kemur króna í styrk þá þarf ég persónulega að standa straum af þessari vinnu. Nú er lag, en „menningargjaldið“ er ekki að fara að gera neitt enda á það að renna eins og önnur fjárframlög í héraðsfréttablöðin úti á landi sem hafa nákvæmlega enga tengingu við streymisveitur með afþreyingarefni, hvað þá Kvikmyndamiðstöðin sem útdeilir fjármagni í framleiðslu innlends efnis sem svo aldrei mun enda hjá minni streymisþjónustu yfir höfuð, þannig að hver er minn hagur af því að greiða „menningargjald“ til Ríkisins? Hann er nákvæmlega enginn. En allavega, takk fyrir að horfa á íslenskað textað og talsett efni í boði Skjás 1 sem hefur fært rúmlega 17.000 landsmönnum mánaðarlega frítt bíó og ef miðaverð einnar kvikmyndasýningar er skoðað, þá má til gamans kannski segja sem svo að við erum að spara landsmönnum rúmlega 33 milljónir í hverjum mánuði. Og til að halda áfram að gantast með tölur má kannski segja af því að þetta er „fríkeypis streymi“, þá eru landsmenn kannski að spara sér um 50 milljónir í áskriftargjöld í hverjum mánuði, þannig að það er varla til of mikils að kalla eftir þýðingarstyrk til að gera betur þegar maður er að sýna 120 kvikmyndir í hverjum mánuði, eða 1.440 kvikmyndasýningar á ári, er það? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Íslensk tunga Fjölmiðlar Netflix Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Umræðan er ansi fyrirferðarmikil hjá þeim blessuðum og birtist víða þessa daganna. En vanda skal til verka og gæta þess að rétt og eðlileg samkeppni eigi sér stað í þess að byggja upp fleiri hindranir, en helsta kappsmál okkar sem stundum afþreyingarmiðlun er að allir landsmenn sitji við sama borð og hafi aðgengi að íslenskum texta og íslenskri tungu í stað þess að erlendar streymisveitur skauti ávallt fram hjá íslenskunni í krafti alþjóðavæðingar en "litlu innlendu" streymisaðilarnir eins og Skjár 1 sé "skikkaður" samkvæmt lögum til að texta og talsetja ALLT sitt efni með miklum tilkostnaði sem sýnilega er að sliga rekstrarumhverfið, enda staðreynd að bara textinn við eina kvikmynd kostar um 90.000.- og ljóst að eitt útsendingarkvöld kostar stöðina um 360.000.- og einn mánuður því rúmlega 10 milljónir króna. Ég hef kvartað undan óvæginni "óraunhæfri samkeppni" fyrr en ekkert virðist ná eyrum þeirra sem öllu ráða og sá eini sem las síðasta pistil frá mér taldi mig vera að reyna að "betla" pening af Ríkinu, en það er öðru nær, ég vil bara að það sama nái yfir alla, ekki bara "suma". Ef rýnt er í nýlegt frumvarp sem liggur inni þá kvarta ég helst undan því að verið sé að byggja upp fleiri veggi en teknir séu niður og staðreyndin er einfaldlega bara sú að þar sem ég hef íslenskað fjölda kvikmynda og heimildarþátta fyrir bæði Netflix & Viaplay þá veit ég fyrir víst að þetta er auðveldlega gerleg framkvæmd, þar sem þessir miðlar úthýsa þessum verkefnum á þar til bæra aðila, en hafa undanfarna mánuði hreinlega hætt öllum slíkum aðgerðum og ástæðan er kannski sú að þeir þurfa ekki að leggja í kostnaðinn vegna þess að íslenskt umhverfi leyfir erlent tal og textalaust streymi, en innlendir aðilar eru skyldaðir lögum samkvæmt að kosta til talsetningu og textunnar án þess að gætt sé jafnræðis og nær væri að því að styrkja íslenska tungu í samkeppni við erlenda starfsemi svo við þessir fáu sem enn stunda þetta, getum haldið áfram af einhverri reisn. Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að þetta blessaða gervigreindarsull hefur verið notað við textun nokkurra mynda til að spara pening, en það þarf svo að prófarkalesa allt og á endanum er þetta varla að borga sig, en lái manni hver sem vill að á meðan ekki kemur króna í styrk þá þarf ég persónulega að standa straum af þessari vinnu. Nú er lag, en „menningargjaldið“ er ekki að fara að gera neitt enda á það að renna eins og önnur fjárframlög í héraðsfréttablöðin úti á landi sem hafa nákvæmlega enga tengingu við streymisveitur með afþreyingarefni, hvað þá Kvikmyndamiðstöðin sem útdeilir fjármagni í framleiðslu innlends efnis sem svo aldrei mun enda hjá minni streymisþjónustu yfir höfuð, þannig að hver er minn hagur af því að greiða „menningargjald“ til Ríkisins? Hann er nákvæmlega enginn. En allavega, takk fyrir að horfa á íslenskað textað og talsett efni í boði Skjás 1 sem hefur fært rúmlega 17.000 landsmönnum mánaðarlega frítt bíó og ef miðaverð einnar kvikmyndasýningar er skoðað, þá má til gamans kannski segja sem svo að við erum að spara landsmönnum rúmlega 33 milljónir í hverjum mánuði. Og til að halda áfram að gantast með tölur má kannski segja af því að þetta er „fríkeypis streymi“, þá eru landsmenn kannski að spara sér um 50 milljónir í áskriftargjöld í hverjum mánuði, þannig að það er varla til of mikils að kalla eftir þýðingarstyrk til að gera betur þegar maður er að sýna 120 kvikmyndir í hverjum mánuði, eða 1.440 kvikmyndasýningar á ári, er það? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp.
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun