Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, um verkefni liðinnar nætur. Þar segir að brotist hafi verið inn í kirkju í Vesturbæ og peningakassi tekinn ófrjálsri hendi. Þó kemur ekki fram um hvaða kirkju er að ræða, né hversu miklir fjármunir voru í kassanum.
Lögregla hafði einnig afskipti af þremur börnum sem klifrað höfðu upp á skóla í Hlíðahverfi. Þau komu niður og ræddu við lögreglu, sem átti leiðbeinandi samtal við þá og hvatti til að leita sér að annarri, öruggari skemmtun. Foreldrar og barnavernd voru upplýst um málið.
Þá var tilkynnt um innbrot í bíla í miðborginni, en engan var að sjá á svæðinu þegar lögreglu bar að garði. Lögregla hafði einnig afskipti af meintum þjófi í Árbæ, en sá var í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu svo hægt væri að ræða við hann síðar.