Sjálfsmarkið er langmarkahæst á EM Siggeir Ævarsson skrifar 23. júní 2024 08:00 Zeki Celik reynir af veikum mætti að afstýra klaufalegu sjálfsmarki Samet Akaydin í leiknum í gær vísir/Getty Þrátt fyrir að alþjóðlegir leikmenn beri oft nöfn sem hljóma undarlega í íslensk eyru, Engin í markinu sennilega þar frægastur, er auðvitað ekki leikmaður á EM í ár sem heitir Sjálfsmark. En þegar listinn yfir markahæstu menn mótsins er skoðaður er „own goal“ þar efst á blaði. Sjálfsmörkin hafa hrúgast inn í ár og eru orðin sex talsins. Það síðasta kom í gær þegar Samet Akaydin sendi boltann í eigið net undir lítilli pressu en hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn Altay Bayındır. Sjálfsmörkin á mótinu í ár eru ekki bara mörg heldur eru flest þeirra líka frekar klaufleg. Sjálfsmörkum virðist fara ört fjölgandi á EM en aðeins hafa 26 slík verið skoruð frá upphafi þar af 17 (65,4 prósent) á þessu móti og því síðasta. Markahæstu menn mótsins hingað til eru þeir Georges Mikautadze, Jamal Musiala og Ivan Schranz. Þeir eru allir með tvö mörk hver og þurfa því heldur betur að reima á sig markaskóna ef þeir ætla að skáka sjálfsmörkunum í ár. Birkir Már setur boltann í eigið net. Hann prýðir einnig Wikipedia-síðuna sem fjallar um sjálfsmörk á EM.vísir/Getty Þess má til gamans geta við Íslendingar eigum vafasamt met þegar kemur að sjálfsmörkum á EM en Birkir Már Sævarsson fær þann vafasama heiður að hafa skorað sjálfsmark næst lokum venjulegs leiktíma, þegar hann skoraði sjálfsmark gegn Ungverjum á 88. mínútu á EM 2016. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
En þegar listinn yfir markahæstu menn mótsins er skoðaður er „own goal“ þar efst á blaði. Sjálfsmörkin hafa hrúgast inn í ár og eru orðin sex talsins. Það síðasta kom í gær þegar Samet Akaydin sendi boltann í eigið net undir lítilli pressu en hann ætlaði að senda boltann aftur á markvörðinn Altay Bayındır. Sjálfsmörkin á mótinu í ár eru ekki bara mörg heldur eru flest þeirra líka frekar klaufleg. Sjálfsmörkum virðist fara ört fjölgandi á EM en aðeins hafa 26 slík verið skoruð frá upphafi þar af 17 (65,4 prósent) á þessu móti og því síðasta. Markahæstu menn mótsins hingað til eru þeir Georges Mikautadze, Jamal Musiala og Ivan Schranz. Þeir eru allir með tvö mörk hver og þurfa því heldur betur að reima á sig markaskóna ef þeir ætla að skáka sjálfsmörkunum í ár. Birkir Már setur boltann í eigið net. Hann prýðir einnig Wikipedia-síðuna sem fjallar um sjálfsmörk á EM.vísir/Getty Þess má til gamans geta við Íslendingar eigum vafasamt met þegar kemur að sjálfsmörkum á EM en Birkir Már Sævarsson fær þann vafasama heiður að hafa skorað sjálfsmark næst lokum venjulegs leiktíma, þegar hann skoraði sjálfsmark gegn Ungverjum á 88. mínútu á EM 2016.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira