Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Fyrr í dag var greint frá því að hinir særðu væru ekki í lífshættu en hefðu hlotið alvarlega áverka. Árásarmaðurinn beitti eggvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem hlúað var að sárum þeirra en þeir eru í stöðugu ástandi.
Maðurinn er grunaður um að hafa veist að mönnunum tveimur á göngustíg í Kópavogi.
Annar hinna særðu hlaut fjögur stungusár meðal annars í hálsinn og hinn tvo skurði á hendi. Ekki eru talin vera tengsl á milli hins grunaða og mannanna tveggja.