Hljóp berfætt undan sprengjuregninu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2024 20:01 Fjölskyldan heldur til í tjöldum á vegum Rauða krossins. AP/Jehad Alshrafi Minnst þrjátíu og átta eru sagðir látnir og fleiri slasaðir eftir loftárásir Ísraelshers á Gasa í dag. Talsmaður almannavarna á svæðinu segir að þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Talsmaður ísraelska hersins segir að árásirnar hafi beinst að tveimur svæðum sem liðsmenn Hamas eru sagðir halda til á Gasasvæðinu. Talsmaður almannavarna segir hins vegar að sprengjur hafi hæft fjölbýlishús auk þess sem þekktar flóttamannabúðir hafi orðið fyrir skotum. Myndbandsupptökur sýna fólk bera særða á brott, rykfallnar götur og ástvini leita að eftirlifendum í húsarústum. Tjöld og skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir sprengjum Í gær voru tuttugu og tveir, sem leituðu skjóls í tjöldum á vegum Rauða krossins, drepnir í loftárás sem gerð var á Gasasvæðið. Mona Ashour er ein þeirra sem missti ástvin í sprengingunni. „Við vorum inni í tjaldinu þegar hvellsprengja sprakk nálægt Rauðakrosstjöldunum. Maðurinn minn fór út eftir fyrstu sprenginguna. Svo sprakk önnur sprengja, enn nær dyrunum hjá Rauða krossinum, og fólkið fór að safnast saman. Ég reyndi að ná sambandi við manninn minn en gat það ekki. Við flúðum eins og við vorum klædd, berfætt. Ég reyndi að ná sambandi við hann en gat það ekki,“ sagði Mona Ashour. Skrifstofur Rauða krossins urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingunni og segir í tilkynningu frá samtökunum að árásin sé ein af alvarlegustu öryggisbrestum síðustu daga. Talsmaður ísraelska hersins sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að málið væri til skoðunar. Við fyrstu athugun bendi ekkert til þess að herinn hefði beint loftárásum sínum þangað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira