„Landrisið er hægara en það hefur verið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 21:37 Þorvaldur fór yfir málin í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ólíklegt að gosið við Sundhnjúka nái sér upp aftur. Hann segir landris sem mælst hefur vera hægara en það hefur áður verið. Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira