Uppgjör: KA - Fram 3-2 | Sigurmark í uppbótartíma Árni Gísli Magnússon skrifar 23. júní 2024 16:15 KA vann mikilvægan sigur á Fram. Vísir/Hulda Margrét KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Sveinn Margeir Hauksson kom heimamönnum í forystu með frábæru marki eftir níu mínútna leik. Birgir Baldvinsson var rétt fyrir framan miðjulínuna vinstra megin og átti hárfína sendingu inn fyrir þar sem Sveinn var í hlaupinu og setti boltann í fyrsta á lofti yfir Ólaf Íshólm í marki Fram. Framarar voru eldsnöggir að svara fyrir sig og var þar að verki Kennie Chopart einungis þremur mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið beint eftir hornspyrnu Fred. Kennie Chopart, bakvörðurinn sjálfur, var svo aftur á ferðinni á 36. mínútu. KA menn hreinsa langt fram eftir innkast og Ólafur Íshólm, markmaður Fram, þrumar boltanum hátt alla leið inn í teig KA þar sem Steinþór Már, markmaður KA, ætlar að stökkva upp í boltann en Kennie Chopart stekkur upp á undan og nær að skalla boltann aftur fyrir sig í tómt markið. Staðan 2-1 fyrir Fram í hálfleik. Framarar voru betri aðilinn framan af í síðari hálfleik en KA menn áttu í miklu vandræðum með að halda boltanum innan liðsins og skapa sér almennileg færi á meðan Framarar áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir og virtist liðinu líða ágætlega með eins mark forystu. Það er þó margsannað að eins marks forysta er hættuleg og sannaðist það enn einu sinni á 78. mínútu þegar varamaðurinn Daníel Hafsteinsson setti boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Ingimari Stöle sem hafði sömuleiðis komið inn af varamannabekknum. Heimamenn efldust við jöfnunarmarkið og vildu sækja sigurmark. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma sem Daníel Hafsteinsson skoraði sitt annað mark og jafnframt sigurmarkið þegar hann stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá miðverðinum Hans Viktori Guðmundssyni og ætlaði allt um koll að keyra á Greifavellinum. Stuttu síðar var flautað til leiksloka og KA menn fögnuðu kærkomnum sigri af mikilli innlifun. Stjörnur og skúrkar Daníel Hafsteinsson er stjarna leiksins eftir að hafa komið inn af bekknum og skorað tvö mörk. Ingimar Stöle kom vel inn í leikinn og lagði m.a. upp fyrra mark Daníels. Sveinn Margeir Hauksson skoraði og átti góðan leik heilt yfir. Kennie Chopart snéri til baka eftir meiðsli og gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Fram í dag og má vel við una. Hann þurfti þó að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks en vonandi er það ekki mikið bakslag. Þá fer leikur Fram mikið í gegnum Fred á miðjunni sem átti fínan leik. Það er erfitt að velja einn skúrk en Steinþór Már Auðunsson átti að gera betur í öðru marki Fram í dag. Sem betur fer fyrir hann og KA liðið kom það ekki að sök á endanum. Atvik leiksins Sigurmark Daníels í uppbótartíma. Frábært mark sem gefur KA liðinu mikið í þeim erfiðleikum sem það er. Markinu var fagnað af innlifum af leikmönnum sem stuðningsmönnum. Dómarinn Sigurður Þröstur átti fínasta leik með flautuna. Nokkur köll eftir vítaspyrnu frá báðum liðum en á endanum sennilega rétt að dæma enga. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn KA virtust nokkrir pirraðir framan af, enda gekk lítið upp, en á endanum var stemningin rosaleg þegar fór að ganga betur og sigurinn kom í hús. Umgjörðin til fyrirmyndar og ekkert til að kvarta yfir þar. Viðtöl Rúnar Kristinsson: „Áttum ekki skilið að tapa þessum leik“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á HlíðarendaVísir/Anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fannst sárt að fá ekkert út úr leik dagsins. „Mjög sárt. Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik en svona er fótboltinn og við bara því miður verðum að naga okkur í handarbökin fyrir að hafa ekki gert örlítið betur og jafnvel skorað þriðja markið þegar tækifærin buðust. Áttum ágætis fyrri hálfleik, KA menn kannski aðeins betri fannst mér, en 2-1 í hálfleik fyrir okkur samt sem áður.“ „Tvö mörk frá Kennie (Chopart), gott að fá hann til baka, en svo byrjuðum við bara seinni hálfleikinn mjög vel, spiluðum góðan fótbolta og höldum boltanum vel og erum síðan að skapa ágætis hættur, engin dauðafæri kannski en vorum í fínum stöðum til að skapa dauðafæri. Vantaði svona síðustu sendingarnar oft en svo bara í restina þá dælir KA boltum í teiginn og þrýstir okkur neðar og úr tveimur slíkum skora þeir og ég er ósáttur með það.“ Fram var 2-1 yfir í hálfleik og virtist liðinu líða nokkuð vel með þá forystu framan af í seinni hálfleik en Rúnar segir planað alltaf hafa verið að ná inn þriðja markinu. „Við ætluðum okkur alltaf að skora fleiri mörk og töluðum um það í hálfleik að þora fara út og vinna lekinn en ekki fara leggjast til baka og verja eitthvað. Við þurfum, eins og þú sást síðustu tíu til fimmtán mínúturnar þegar KA menn eru að þrýsta okkur til baka og jafna og skora sigurmarkið, að þá er það aldrei neitt sérstakleg gott og við ætluðum náttúrulega aldrei að gera það en þegar við unnum boltann töpuðum við honum kannski of fljótt.“ „Við gerðum það vel fyrstu 20 til 30 mínúturnar í seinni hálfleik að passa boltann vel og spila úr úr þeirra pressu en bara síðustu tíu til fimmtán mínúturnar þá varð smá breyting á. Við þurftum að breyta liðinu, það voru meiðsli, við tókum menn út af og þetta riðlaðist aðeins og þá náðum við ekki að loka á þessar fyrirgjafir sem þeir skora úr.“ Kennie Chopart, hægri bakvörður Fram, snéri til baka í byrjunarlið Fram eftir meiðsi og skoraði bæði mörk liðsins í dag með skalla. Hann þurfti þó að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla. „Kennie er náttúrulega bara frábær. Við erum búnir að sakna hans mikið undanfarið og bara sýnir að hann lyftir liðinu upp á hærra plan og skorar tvö mörk þar að auki í dag þannig við erum búnir að sakna hans mikið og vonandi að hann verði bara ekki lengi frá núna því hann fékk smá slink á hnéið þar sem hann er búinn að vera meiddur og vonandi að það sé ekki alvarlegt.“ Rúnar segir að þrátt fyrir tap sé hægt að taka jákvæða punkta úr leiknum. „Fullt jákvætt. Ég meina, við skorum tvö mörk, við erum að skapa mikið, menn eru duglegir, hlaupa mikið og berjast og lögðu á sig mikla vinnu. Það er eitthvað sem ég hef saknað í undanförnum leikjum og við fengum þetta til baka og það er það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu; að menn eru allavega tilbúnir að leggja á sig og við þurfum að halda því áfram bara.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram KA
KA vann mikilvægan endurkomusigur gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en Daníel Hafsteinsson var hetja KA manna, kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk. Sveinn Margeir Hauksson kom heimamönnum í forystu með frábæru marki eftir níu mínútna leik. Birgir Baldvinsson var rétt fyrir framan miðjulínuna vinstra megin og átti hárfína sendingu inn fyrir þar sem Sveinn var í hlaupinu og setti boltann í fyrsta á lofti yfir Ólaf Íshólm í marki Fram. Framarar voru eldsnöggir að svara fyrir sig og var þar að verki Kennie Chopart einungis þremur mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið beint eftir hornspyrnu Fred. Kennie Chopart, bakvörðurinn sjálfur, var svo aftur á ferðinni á 36. mínútu. KA menn hreinsa langt fram eftir innkast og Ólafur Íshólm, markmaður Fram, þrumar boltanum hátt alla leið inn í teig KA þar sem Steinþór Már, markmaður KA, ætlar að stökkva upp í boltann en Kennie Chopart stekkur upp á undan og nær að skalla boltann aftur fyrir sig í tómt markið. Staðan 2-1 fyrir Fram í hálfleik. Framarar voru betri aðilinn framan af í síðari hálfleik en KA menn áttu í miklu vandræðum með að halda boltanum innan liðsins og skapa sér almennileg færi á meðan Framarar áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir og virtist liðinu líða ágætlega með eins mark forystu. Það er þó margsannað að eins marks forysta er hættuleg og sannaðist það enn einu sinni á 78. mínútu þegar varamaðurinn Daníel Hafsteinsson setti boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Ingimari Stöle sem hafði sömuleiðis komið inn af varamannabekknum. Heimamenn efldust við jöfnunarmarkið og vildu sækja sigurmark. Það var á þriðju mínútu uppbótartíma sem Daníel Hafsteinsson skoraði sitt annað mark og jafnframt sigurmarkið þegar hann stangaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá miðverðinum Hans Viktori Guðmundssyni og ætlaði allt um koll að keyra á Greifavellinum. Stuttu síðar var flautað til leiksloka og KA menn fögnuðu kærkomnum sigri af mikilli innlifun. Stjörnur og skúrkar Daníel Hafsteinsson er stjarna leiksins eftir að hafa komið inn af bekknum og skorað tvö mörk. Ingimar Stöle kom vel inn í leikinn og lagði m.a. upp fyrra mark Daníels. Sveinn Margeir Hauksson skoraði og átti góðan leik heilt yfir. Kennie Chopart snéri til baka eftir meiðsli og gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Fram í dag og má vel við una. Hann þurfti þó að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks en vonandi er það ekki mikið bakslag. Þá fer leikur Fram mikið í gegnum Fred á miðjunni sem átti fínan leik. Það er erfitt að velja einn skúrk en Steinþór Már Auðunsson átti að gera betur í öðru marki Fram í dag. Sem betur fer fyrir hann og KA liðið kom það ekki að sök á endanum. Atvik leiksins Sigurmark Daníels í uppbótartíma. Frábært mark sem gefur KA liðinu mikið í þeim erfiðleikum sem það er. Markinu var fagnað af innlifum af leikmönnum sem stuðningsmönnum. Dómarinn Sigurður Þröstur átti fínasta leik með flautuna. Nokkur köll eftir vítaspyrnu frá báðum liðum en á endanum sennilega rétt að dæma enga. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn KA virtust nokkrir pirraðir framan af, enda gekk lítið upp, en á endanum var stemningin rosaleg þegar fór að ganga betur og sigurinn kom í hús. Umgjörðin til fyrirmyndar og ekkert til að kvarta yfir þar. Viðtöl Rúnar Kristinsson: „Áttum ekki skilið að tapa þessum leik“ Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á HlíðarendaVísir/Anton Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fannst sárt að fá ekkert út úr leik dagsins. „Mjög sárt. Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik en svona er fótboltinn og við bara því miður verðum að naga okkur í handarbökin fyrir að hafa ekki gert örlítið betur og jafnvel skorað þriðja markið þegar tækifærin buðust. Áttum ágætis fyrri hálfleik, KA menn kannski aðeins betri fannst mér, en 2-1 í hálfleik fyrir okkur samt sem áður.“ „Tvö mörk frá Kennie (Chopart), gott að fá hann til baka, en svo byrjuðum við bara seinni hálfleikinn mjög vel, spiluðum góðan fótbolta og höldum boltanum vel og erum síðan að skapa ágætis hættur, engin dauðafæri kannski en vorum í fínum stöðum til að skapa dauðafæri. Vantaði svona síðustu sendingarnar oft en svo bara í restina þá dælir KA boltum í teiginn og þrýstir okkur neðar og úr tveimur slíkum skora þeir og ég er ósáttur með það.“ Fram var 2-1 yfir í hálfleik og virtist liðinu líða nokkuð vel með þá forystu framan af í seinni hálfleik en Rúnar segir planað alltaf hafa verið að ná inn þriðja markinu. „Við ætluðum okkur alltaf að skora fleiri mörk og töluðum um það í hálfleik að þora fara út og vinna lekinn en ekki fara leggjast til baka og verja eitthvað. Við þurfum, eins og þú sást síðustu tíu til fimmtán mínúturnar þegar KA menn eru að þrýsta okkur til baka og jafna og skora sigurmarkið, að þá er það aldrei neitt sérstakleg gott og við ætluðum náttúrulega aldrei að gera það en þegar við unnum boltann töpuðum við honum kannski of fljótt.“ „Við gerðum það vel fyrstu 20 til 30 mínúturnar í seinni hálfleik að passa boltann vel og spila úr úr þeirra pressu en bara síðustu tíu til fimmtán mínúturnar þá varð smá breyting á. Við þurftum að breyta liðinu, það voru meiðsli, við tókum menn út af og þetta riðlaðist aðeins og þá náðum við ekki að loka á þessar fyrirgjafir sem þeir skora úr.“ Kennie Chopart, hægri bakvörður Fram, snéri til baka í byrjunarlið Fram eftir meiðsi og skoraði bæði mörk liðsins í dag með skalla. Hann þurfti þó að fara af velli í upphafi síðari hálfleiks vegna meiðsla. „Kennie er náttúrulega bara frábær. Við erum búnir að sakna hans mikið undanfarið og bara sýnir að hann lyftir liðinu upp á hærra plan og skorar tvö mörk þar að auki í dag þannig við erum búnir að sakna hans mikið og vonandi að hann verði bara ekki lengi frá núna því hann fékk smá slink á hnéið þar sem hann er búinn að vera meiddur og vonandi að það sé ekki alvarlegt.“ Rúnar segir að þrátt fyrir tap sé hægt að taka jákvæða punkta úr leiknum. „Fullt jákvætt. Ég meina, við skorum tvö mörk, við erum að skapa mikið, menn eru duglegir, hlaupa mikið og berjast og lögðu á sig mikla vinnu. Það er eitthvað sem ég hef saknað í undanförnum leikjum og við fengum þetta til baka og það er það jákvæða sem við getum tekið út úr þessu; að menn eru allavega tilbúnir að leggja á sig og við þurfum að halda því áfram bara.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti