Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 09:31 Þorbjörg Sigríður veltir því fyrir sér hverjar afleiðingar vantrauststillögunnar verði og hennar spá er að öllu verði sópað af borðinu og fólk flýti sér í sumarfrí. vísir/vilhelm Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira