Formanni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. júní 2024 20:01 Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni Vinstri grænna, var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks á þingi í dag. Þar sagði hann þingflokk Vinstri grænna varla hæfan til þingsetu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu