Fyrrverandi starfsmaður Quang Le: „Hann er ekki velkominn hér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2024 20:01 Steingrímur Jón Guðjónsson rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Mingming. Nýr veitingastaður hefur verið opnaður þar sem Pho Vietnam-ese var áður rekinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri eldri staðarins sem rekur einnig þann nýja, segist ekkert tengjast mansalsmáli Quang Le og er með meinta þolendur hans í vinnu. Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Við Laugaveg 3 var áður veitingastaðurinn Pho Vietnamese, allt þar til Quang Le var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, meðal annars grunaður um mansal. Nú hefur Steingrímur Jón Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pho Vietnamese, opnað þar nýjan veitingastað, Bao Bite. Bao Bite er við Laugaveg 3.Vísir/Sigurjón Steingrímur starfaði fyrir Quang Le í fjögur og hálft ár. Hann sagði upp störfum fyrir tveimur árum síðan. „Ég semsagt vann við það að opna staðina hans, hann var alltaf að opna nýja og nýja staði. Það er ýmislegt sem þarf til að gera það, fá smiði og aðra verkamenn. Það þarf að fá framkvæmdaleyfi og annað slíkt. Það var bróðurparturinn af mínu starfi. Svo var ég að sjá um aðra hluti eins og til dæmis að senda út reikninga og almenn skrifstofu störf,“ segir Steingrímur. Vissir þú hvað var í gangi? Meinta mansalið og allt það? „Mann grunaði að eitthvað væri í gangi þegar maður sá launaseðlana. Þeir voru ekki að stemma við áætlað vinnuframlag,“ segir Steingrímur. Á Laugavegi 3 var áður Pho Vietnamese.Vísir/Sigurjón Á Bao Bite starfa nokkrir af meintum þolendum Quang Le í mansalsmáli hans. „Þeim líður bara mjög vel, þau hafa aldrei verið í betur launuðu starfi. Þau fá sína hvíldartíma sem þau voru ekki að fá hjá Quang Le. Þannig framtíðin er mjög björt fyrir þau,“ segir Steingrímur. Bara svo það sé á hreinu, þú tengdist meintu mansali Quang Le ekki neitt? „Nei, enda fengi ég ekki leyfi til að ráða þetta starfsfólk. Þetta er Vinnumálastofnun, ASÍ og fleiri sem tóku screen á öllum sem vildu ráða starfsfólkið. Þau myndu aldrei leyfa neinum sem hefur tengst þessu að ráða fólkið,“ segir Steingrímur. Á sunnudaginn mætti Quang Le á Bao Bite. Þegar Steingrímur frétti af því hringdi hann á lögregluna og lét vita af heimsókninni. „Það er ekki hægt að túlka þetta sem neitt annað en ógnun gegn starfsfólkinu. Hann er ekki velkominn hér, nokkurn tímann,“ segir Steingrímur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Reykjavík Víetnam Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira