Áður hafði verið greint frá því að níu væru með stöðu sakbornings en Gunnar Axel Davíðsson, sá lögreglumaður sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Hann segist ekki eiga von á því að sakborningum fjölgi frekar en að það sé ómögulegt að segja til um það.
„Það verður bara að sjá hvað kemur út úr gögnum,“ segir Gunnar.
Í mars réðst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í umfangsmiklar aðgerðir víða um land. Beindust aðgerðirnar að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi.
Að sögn Gunnars eru allir sakborningarnir af víetnömskum uppruna og enginn sem áður var talinn þolandi í málinu hefur fengið stöðu sakbornings.