Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2024 14:01 Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tryggingar Alþingi Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar