Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2024 14:01 Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tryggingar Alþingi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar