Jón sat hjá Árni Sæberg skrifar 20. júní 2024 12:50 Jón Gunnarsson greiddi ekki atkvæði um tillöguna. Vísir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tillagan var felld með talsverðum meirihluta greiddra atkvæða. Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira