Ungur breskur maður týndur á Tenerife Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 17:47 Slater var í fríi með vinum sínum og fór heim með fólki sem hann kynntist á meðan hann skemmti sér. Hann ætlaði svo að ganga heim en ekkert hefur spurst til hans síðan snemma á mánudag. Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. Leitarteymi, ættingjar og vinir Slater hafa leitað að honum í fjalllendi við Rural de Teno national þjóðgarðinn en síðasta þekkta staðsetning hans var á fjallvegi þar. „Þetta er áfall og mér líður ekki eins og þetta sé raunverulegt. Þetta er skelfilegt, þetta er hryllilegt. Hann er æðisleg manneskja sem öllum langaði að vera með. Hann lítur vel út, hann er vinsæll strákur,“ sagði móðir hans, Debbie, við AP fréttastofu. Hún sagði einnig við þau að lögreglan sem leiðir leitina hafi verið mjög góð og að lögreglan hafi unnið sleitulaust við leit og notað til þess bæði hunda og dróna. Fram kemur í umfjöllun breska miðilsins BBC að Jay hafi á sunnudag birt myndir af sér á samfélagsmiðlum. Þar var hann klæddur í gráa skyrtu með grænum bútum á öxlunum og að skemmta sér. Haft er eftir vinkonu hans í frétt BBC að Jay hafi farið heim með fólki sem hann hafi hitt á meðan hann var úti að skemmta sér norðvestur af eyjunni. Hann hafi hringt í hana snemma á mánudagsmorgun til að segja henni að hann væri að reyna að labba heim til þeirra á suðurhluta eyjunnar og að hann hafi misst af strætisvagninum heim. Gangan heim væri um tíu klukkutíma, hann væri ekki með vatn og hann ætti aðeins um eitt prósent eftir af símanum sínum. Á meðan hún var að tala við hann slökknaði á símanum og enginn hefur heyrt frá honum síðan. Breskur blaðamaðurinn og ritstjóri Canarian Weekly sagði við BBC að svæðið þar sem Slater týndist væri mjög gróft. Fólk væri þangað til að ganga og klífa fjöll og það væri líkt eyðimörk. Þar væri einnig að finna djúp gil og gljúfur og að fólk vildi líklega ekki vera þar án nauðsynlegs búnaðar. Þegar hann sást síðast var hann klæddur í stuttbuxur, stuttermabol og íþróttaskó. Spánn Bretland Kanaríeyjar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Leitarteymi, ættingjar og vinir Slater hafa leitað að honum í fjalllendi við Rural de Teno national þjóðgarðinn en síðasta þekkta staðsetning hans var á fjallvegi þar. „Þetta er áfall og mér líður ekki eins og þetta sé raunverulegt. Þetta er skelfilegt, þetta er hryllilegt. Hann er æðisleg manneskja sem öllum langaði að vera með. Hann lítur vel út, hann er vinsæll strákur,“ sagði móðir hans, Debbie, við AP fréttastofu. Hún sagði einnig við þau að lögreglan sem leiðir leitina hafi verið mjög góð og að lögreglan hafi unnið sleitulaust við leit og notað til þess bæði hunda og dróna. Fram kemur í umfjöllun breska miðilsins BBC að Jay hafi á sunnudag birt myndir af sér á samfélagsmiðlum. Þar var hann klæddur í gráa skyrtu með grænum bútum á öxlunum og að skemmta sér. Haft er eftir vinkonu hans í frétt BBC að Jay hafi farið heim með fólki sem hann hafi hitt á meðan hann var úti að skemmta sér norðvestur af eyjunni. Hann hafi hringt í hana snemma á mánudagsmorgun til að segja henni að hann væri að reyna að labba heim til þeirra á suðurhluta eyjunnar og að hann hafi misst af strætisvagninum heim. Gangan heim væri um tíu klukkutíma, hann væri ekki með vatn og hann ætti aðeins um eitt prósent eftir af símanum sínum. Á meðan hún var að tala við hann slökknaði á símanum og enginn hefur heyrt frá honum síðan. Breskur blaðamaðurinn og ritstjóri Canarian Weekly sagði við BBC að svæðið þar sem Slater týndist væri mjög gróft. Fólk væri þangað til að ganga og klífa fjöll og það væri líkt eyðimörk. Þar væri einnig að finna djúp gil og gljúfur og að fólk vildi líklega ekki vera þar án nauðsynlegs búnaðar. Þegar hann sást síðast var hann klæddur í stuttbuxur, stuttermabol og íþróttaskó.
Spánn Bretland Kanaríeyjar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira