Íslendingur sagður alvarlega særður í nautaatsslysi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 10:47 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Información.es Íslenskur maður á fimmtugsaldri særðist á nautaatsviðburði í gær í bænum Jávea nálægt Alicante á Spáni. Við upphaf svokallaðs bous al carrer, þar sem nautum er sleppt á afmörkuðum götum bæja, varð hann fyrir árás eins nautsins og fékk stærðar horn í gegnum lærið. Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Spænski miðillinn La Razón greinir frá því að hann sé nokkuð særður en að hornið hafi ekki rofið slagæðina. Maðurinn var fluttur á Dénia-sjúkrahúsið í Alicante en ekkert liggur fyrir um ástand hans. Í myndbandi sem til er af atvikinu sést hvernig naut ræðst að honum um leið og þeim er sleppt á brautina. Hann stendur ofan á pýramídalaga hindrun en eitt nautanna gefur honum bylmingshögg og hann fellur í jörðina. Þá snýr nautið sér við og rekur horn sitt í gegnum lærið á honum. Viðbragðsaðilar þutu þá inn á brautina til að koma honum til aðstoðar. Myndbandið má sjá í frétt Información um málið. Atvikið átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi að staðartíma og þurfti að stöðva nautahlaupið til að hlúa að manninum. Nautunum var sleppt á ný á götur bæjarins þegar manninum hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsi. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að borgaraþjónusta ráðuneytisins sé meðvituð um málið. „En við veitum engar frekari upplýsingar um einstök borgaraþjónustumál.“ Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira