Gagnrýnir viðbúnað lögreglu og takmarkað aðgengi almennings að Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:07 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata er afar ósáttur við löggæslu gærdagsins. Vísir/Vilhelm/Viktor Þingmaður Pírata gagnrýnir mikinn viðbúnað lögreglu við hátíðarhöld á Austurvelli í gær. Ekki sé góður bragur á að fagna þjóðhátíð með grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar. Þá fer hann fram á að forseti Alþingis banni lífverði forsætisráðherra á Alþingi. Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Öryggisviðbúnaður við hátíðarathöfnina í tengslum við 17. júní á Austurvelli í gær var meiri undanfarin ár. Hátíðarsvæðið var girt af og þurfti almenningur að standa talsvert frá ræðuhöldum og öðrum atriðum á meðan ráðamenn og ráðherrar sátu inn i tjaldi fyrir framan ræðupúltið. Þá var viðvera lögreglu mjög áberandi á svæðiu. Á meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt ræðu sína blésu nokkrir mótmælendur í flautur og gerðu hróp að honum en að öðru leyti fór hátíðarathöfnin friðsamlega fram. Hefðu átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað Píratar hafa ekki mætt á viðburði innan girðingar og sniðgengu því hátíðarhöldin í gær. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að það sé verið að fagna þjóðhátíð með einhverju grindverki á milli þjóðarinnar og valdastéttarinnar,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það var búið að girða af eiginlega allan Austurvöll þannig að almenningur fær rétt að sniglast á útjöðrum svæðisins. Ég held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang hvernig þetta er skipulagt.“ Lögregla ræðir við mótmælendur sem gerðu hróp að Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra á meðan hann hélt hátíðarræðu á Austurvelli í gær.Vísir/Viktor Lögregla hefur sagt að öryggissvæðið hafi verið stækkað vegna öryggismats fyrir gærdaginn. Andrés segir að þá hefði einfaldlega átt að hætta við hátíðarhöldin eða færa þau annað og leyfa almenningi að hafa Austurvöll út af fyrir sig. „Þetta er þróun sem við höfum séð á undanförnum árum, það er borið við einhverju öryggismati sem við fáum aldrei að sjá.“ Viðvera öryggisvarða Bjarna ekki viðeigandi á Alþingi Andrés gagnrýnir einnig viðveru öryggisvarða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Alþingi. „Hann má alveg hafa lífverði ef það er metið að það sé nauðsynlegt. En að þeir séu bókstaflega að standa í gættinni á þingsalnum, það er eitthvað sem forseti Alþingis á ekki að leyfa. Alþingi er ekki hvaða vinnustaður sem er heldur friðheilagt gagnvart stjórnarskrá.“ Ef hann er það óöruggur innanhúss að hann þurfi að hafa öryggisgæslu í sjónlínu þá er um við með eitthvað stærra vandamál í gangi en það leysir. Hann kallar eftir opnara samtal um þessi mál. „Við höfum til þessa verið stolt af því að geta verið án sérstaka lífvarða á einstökum embættismönnum. Á sama tíma og forsætisráðherra er með tvo lífverði öllum stundum þá er forseti Íslands að labba í gegnum Almannagjá með tvö hundruð manns á 17. júní. Það þarf balans þarna á milli.“ Þá segir Andrés að forseti Alþingis víki sér undan ábyrgð. „Hann ber ábyrgð á ástandinu innanhúss á Alþingi og öryggisgæsla þar er í samvinu við lögreglu. En það hlýtur að vera hægt að vera sammála um að það eigi ekki að leyfa prívar vörðum ráðherra að sniglast í kringum þingsalinn á meðan við erum að funda. Hvað þá að standa í gættinni eins og þeir gerðu fyrir helgi. Þá eru við komin ansi langt með þingið sem þann friðheilaga stað sem það á að vera.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Lögreglan Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent