Stjórnarflokkarnir ekki enn komnir með forgangslista mála Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2024 11:42 Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir þingflokka stjórnarandstöðunnar enn ekki hafa verið upplýsta um hvaða mál stjórnarflokkarnir setji í forgang fyrir lok vorþings. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur enn ekki verið upplýst um hvaða mál stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fá afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir formenn þingflokka stjórnarflokkanna forðast að ræða stöðuna. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta fundum þess að loknu vorþingi hinn 7. júní. Vegna aðdraganda forsetakosninga var þing framlengt til 14. júní eða til síðast liðins föstudags. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofuna á miðvikudag að 25 þingmál væru það langt komin í afgreiðslu þingsins að auðvelt ætti að vera að klára þau. Hins vegar liggja um 80 stjórnarmál óafgreidd fyrir þinginu. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að reynst hafi erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna upp á síðkastið.Stöð 2/Einar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna ekki hafa verið upplýsta um hvaða mál stjórnarflokkarnir setji í forgang. „Við byrjuðum að kalla eftir samtali stjórnarandstaðan fyrir mánuði. Við hittumst tvisvar en þá var allt óljóst frá hendi stjórnarinnar. Þau ætluðu svo að hafa samband við okkur þegar þau væru tilbúin sín meginn. Það hefur ekkert gerst, það hefur ekkert heyrst og mér sýnist hnúturinn bara vera að herðast í mörgum málum. Meðan þau eru algerlega ósamstíga,” segir Logi. Stjórnarandstaðan viti því ekki hver forgangur stjórnarflokkanna er. Eitt af þeim málum sem stjórnarflokkarnir hafa margsinnis frestað er samgönguáætlun 2024 til 2038 sem margir bíða eftir. Það var síðan ákveðið af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar að fresta henni fram á haustþing. „Við höfum ekki fengið neinn lista frá þingflokksformönnum stjórnarliða um hvaða mál þau ætli að klára og hvaða mál þau ætla ekki að klára. Það er alveg ljóst að þau munu ekki ná að klára allt og þau verða að fara að koma með forgangslista,” segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingfundur hefst klukkan þrettán þrjátíu í dag og fyrir honum liggja þrjátíu og eitt stjórnarmál. Logi segir mörg mál ætla að reynast stjórnarflokkunum erfið svo sem eins og frumvarp matvælaráðherra um lagareldi og umhverfis- og orkumálaráðherra um vindorku. „Svo vekur það náttúrlega athygli að það er komið fram yfir venjulegt þinghald og við erum ekki búin að klára fjármálaáætlun. Hún verður auðvitað að klárast hefði ég haldið,“ segir Logi Einarsson. Allar líkur væru á að stjórnarliðar væru enn að takast á um hvað ætti að fara í fjármálaáætlunina. Það reynist erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna en ef til vill skýrist línur eitthvað á fundi þingflokksformanna með forseta Alþingis sem hófst rétt fyrir hádegi. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins vonar að hægt verði að funda með þingflokksformönnum stjórnarandstöðuflokkanna seinnipartinn í dag. Þar verði farið yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir leggi áherslu á að klára á vorþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09 Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. 14. júní 2024 13:05 Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. 14. júní 2024 12:07 Deildar meiningar um áfengi og piparúða Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu sem upp virðist risin innan ríkisstjórnarinnar og varðar netsölu með áfengi hér innanlands. 13. júní 2024 11:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta fundum þess að loknu vorþingi hinn 7. júní. Vegna aðdraganda forsetakosninga var þing framlengt til 14. júní eða til síðast liðins föstudags. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofuna á miðvikudag að 25 þingmál væru það langt komin í afgreiðslu þingsins að auðvelt ætti að vera að klára þau. Hins vegar liggja um 80 stjórnarmál óafgreidd fyrir þinginu. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að reynst hafi erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna upp á síðkastið.Stöð 2/Einar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna ekki hafa verið upplýsta um hvaða mál stjórnarflokkarnir setji í forgang. „Við byrjuðum að kalla eftir samtali stjórnarandstaðan fyrir mánuði. Við hittumst tvisvar en þá var allt óljóst frá hendi stjórnarinnar. Þau ætluðu svo að hafa samband við okkur þegar þau væru tilbúin sín meginn. Það hefur ekkert gerst, það hefur ekkert heyrst og mér sýnist hnúturinn bara vera að herðast í mörgum málum. Meðan þau eru algerlega ósamstíga,” segir Logi. Stjórnarandstaðan viti því ekki hver forgangur stjórnarflokkanna er. Eitt af þeim málum sem stjórnarflokkarnir hafa margsinnis frestað er samgönguáætlun 2024 til 2038 sem margir bíða eftir. Það var síðan ákveðið af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar að fresta henni fram á haustþing. „Við höfum ekki fengið neinn lista frá þingflokksformönnum stjórnarliða um hvaða mál þau ætli að klára og hvaða mál þau ætla ekki að klára. Það er alveg ljóst að þau munu ekki ná að klára allt og þau verða að fara að koma með forgangslista,” segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingfundur hefst klukkan þrettán þrjátíu í dag og fyrir honum liggja þrjátíu og eitt stjórnarmál. Logi segir mörg mál ætla að reynast stjórnarflokkunum erfið svo sem eins og frumvarp matvælaráðherra um lagareldi og umhverfis- og orkumálaráðherra um vindorku. „Svo vekur það náttúrlega athygli að það er komið fram yfir venjulegt þinghald og við erum ekki búin að klára fjármálaáætlun. Hún verður auðvitað að klárast hefði ég haldið,“ segir Logi Einarsson. Allar líkur væru á að stjórnarliðar væru enn að takast á um hvað ætti að fara í fjármálaáætlunina. Það reynist erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna en ef til vill skýrist línur eitthvað á fundi þingflokksformanna með forseta Alþingis sem hófst rétt fyrir hádegi. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins vonar að hægt verði að funda með þingflokksformönnum stjórnarandstöðuflokkanna seinnipartinn í dag. Þar verði farið yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir leggi áherslu á að klára á vorþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09 Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. 14. júní 2024 13:05 Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. 14. júní 2024 12:07 Deildar meiningar um áfengi og piparúða Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu sem upp virðist risin innan ríkisstjórnarinnar og varðar netsölu með áfengi hér innanlands. 13. júní 2024 11:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09
Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. 14. júní 2024 13:05
Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. 14. júní 2024 12:07
Deildar meiningar um áfengi og piparúða Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu sem upp virðist risin innan ríkisstjórnarinnar og varðar netsölu með áfengi hér innanlands. 13. júní 2024 11:39