Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. júní 2024 07:30 Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fæðingarorlof Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun