Hin 27 ára gamla Pajor er talin einn besti framherji heims í dag. Hún hefur spilað með Wolfsburg í Þýskalandi frá 2015 en þar áður spilaði hún með Medyk Konin í heimalandinu.
Pajor er sannkölluð markadrottning og stóð uppi sem markahæsti leikmaður efstu deildar Þýskalands á síðustu leiktíð en varð að sætta sig við að lenda í öðru sæti þar sem Bayern München stóð uppi sem þýskur meistari.
Alls hefur Pajor skorað 136 í 196 leikjum fyrir Wolfsburg og raðað inn titlum. Hún hefur fimm sinnum orðið Þýskalandsmeistari, níu sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum komist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en alltaf beðið lægri hlut.
Hún er nú mætt til stórliðs Barcelona og vonast til að taphrinu sinni í úrslitum Meistaradeildarinnar sé lokið.