Er mörgum lesendum Vísis slétt sama um afkomu sína og velferð? Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. júní 2024 08:01 Ekki er víst, að langt sé í næstu þingkosningar. Ríkisstjórnin stendur höllum fæti, eftir að hafa misst sitt fylgi úr 55% í 30%. Vilji til endalausra málamiðlana, hvað varðar ólík stefnumál flokkanna þriggja, sem þó hefur einkennt þessa ríkisstjórn - en um leið nánast gert hana stefnulausa - fer ört dvínandi. Árekstrar milli flokka og ráðherra aukast. Það mikla vald, sem ráðherrastólar (og ráðherrabílar með bílstjóra) hafa haft yfir þeim, sem þessa ríkistjórn mynda, dugar jafnvel ekki lengur til. Það er því brýnt, að kjósendur byrji sem fyrst að reyna að átta sig á því, hvað betur mætti fara í þessu landi, hvaða stjórnmálastefna eða flokkur gæti helzt leyst þann vanda, sem við blasir, og bætt afkomu og velferð landsmanna; hvaða flokkur eða flokkar bjóða stefnu og lausnir, þar sem tekið væri á grunnvandamálum, í stað þess, að klóra rétt í yfirborð hlutanna, eins og margar aðgerðir hér einkennast af. Í ljósi þessa skrifaði ég nýlega grein hér á Vísi um þá staðreynd, að verðlag á Íslandi er tvöfallt hærra en á meginlandi Evrópu, en þetta er - með tilliti til efnahagslegrar velferðar - stærsta vandamál landsmanna; við þurfum að vinna miklu meira og lengur fyrir okkar lífsgæðum, en bræður okkar og systur á megilandinu. Fyrirsögn greinarinnar var „Af hverju er verðlag hér tvöfallt hærra en í Evrópu?“, en aðeins lítill hluti lesenda blaðsins virtist hafa haft áhuga á málinu. Hvernig má það vera? Er stórum hluta lesenda Vísis slétt sama um sína afkomu og velferð!? Ég vil því freista þess, að endurtaka þessar þýðingarmiklu upplýsingar, mína greiningu á því, hví við erum neydd til að greiða flest, sem við þurfum og kaupum, tvöfölldu verði: Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því á mis við þá hörðu verðsamkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir verzlunar- og þjónustufyrirtæki hinna EES/ESB-landanna. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu, úreltu og kostnaðarsömu heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, inn og út úr vöruhúsum, milli staða og landa, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni, beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður íslenzku krónunnar, krónuhagkerfisins, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Líka hér er íslenzka krónan ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér koma upp gengissviptingar og gjaldeyrishöft, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, hafa tekið upp Evru. Hvort skyldum við vera heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, í þessum efnum, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Vert er fyrir alla lesendur, að velta því vel fyrir sér, fyrir næstu þingkosningar, hvort hann vill tryggja okkur svipað verlag og í Evrópu, með Evru, eða halda áfram að borga tvöfallt verð fyrir sín lífgæði með krónu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ekki er víst, að langt sé í næstu þingkosningar. Ríkisstjórnin stendur höllum fæti, eftir að hafa misst sitt fylgi úr 55% í 30%. Vilji til endalausra málamiðlana, hvað varðar ólík stefnumál flokkanna þriggja, sem þó hefur einkennt þessa ríkisstjórn - en um leið nánast gert hana stefnulausa - fer ört dvínandi. Árekstrar milli flokka og ráðherra aukast. Það mikla vald, sem ráðherrastólar (og ráðherrabílar með bílstjóra) hafa haft yfir þeim, sem þessa ríkistjórn mynda, dugar jafnvel ekki lengur til. Það er því brýnt, að kjósendur byrji sem fyrst að reyna að átta sig á því, hvað betur mætti fara í þessu landi, hvaða stjórnmálastefna eða flokkur gæti helzt leyst þann vanda, sem við blasir, og bætt afkomu og velferð landsmanna; hvaða flokkur eða flokkar bjóða stefnu og lausnir, þar sem tekið væri á grunnvandamálum, í stað þess, að klóra rétt í yfirborð hlutanna, eins og margar aðgerðir hér einkennast af. Í ljósi þessa skrifaði ég nýlega grein hér á Vísi um þá staðreynd, að verðlag á Íslandi er tvöfallt hærra en á meginlandi Evrópu, en þetta er - með tilliti til efnahagslegrar velferðar - stærsta vandamál landsmanna; við þurfum að vinna miklu meira og lengur fyrir okkar lífsgæðum, en bræður okkar og systur á megilandinu. Fyrirsögn greinarinnar var „Af hverju er verðlag hér tvöfallt hærra en í Evrópu?“, en aðeins lítill hluti lesenda blaðsins virtist hafa haft áhuga á málinu. Hvernig má það vera? Er stórum hluta lesenda Vísis slétt sama um sína afkomu og velferð!? Ég vil því freista þess, að endurtaka þessar þýðingarmiklu upplýsingar, mína greiningu á því, hví við erum neydd til að greiða flest, sem við þurfum og kaupum, tvöfölldu verði: Á íslenzkum markaði blasir við, að samkeppnin er af skornum skammti og sumstaðar lítil sem engin. Á flestum sviðum mætti fremur tala um fákeppni en samkeppni. Þrátt fyrir þá staðreynd, að við erum aðilar að fjórfrelsi ESB, hafa nánast engir þeirra aðila, sem varning og þjónustu bjóða á hinum 30 mörkuðunum á Evrópska efnahagssvæðinu, áhuga á viðskiptum hér. Það eru þannig mest innlendir aðilar, sem sinna hér verzlun og þjónustu, og förum við því á mis við þá hörðu verðsamkeppni, sem við byggjum við, ef Ísland væri áhugaverður markaður fyrir verzlunar- og þjónustufyrirtæki hinna EES/ESB-landanna. Allflest verzlunarfyrirtæki hér byggja sín innkaup á gömlu, úreltu og kostnaðarsömu heildsölukerfi, þar sem milliliðir eru margir, varningur margfluttur til og frá, inn og út úr vöruhúsum, milli staða og landa, í stað þess, að hann sé keyptur inn í magni, beint frá „uppsprettunni“, oftast verksmiðju í Asíu, og fluttur inn beint og millilalaust til Íslands. Þannig mætti lækka margt verðlagið um helming hér, ef innflutnings- og verzlunarfyrirtæki landsins hefðu vilja og getu til stórinnkaupa, í fullum gámum, beint frá verksmiðju. En, það þrýstir fátt á, allir eru meira og minna í sama úrelta kerfinu, og því láta verzlunarfyrirtæki hér, líka þau stærri, slag standa og halda áfram í forföllnu heildsölukerfinu. Einn faktor, sem auðvitað spilar hér mikla rullu, er svo hinn gífurlegi vaxtakostnaður íslenzku krónunnar, krónuhagkerfisins, en hann þrýstir á innflytjendur og kaupmenn með það, að kaupa sem minnst inn í einu, til að halda fjármagnskostnaði niðri, þó að það stórhækki innkaupsverð, jafnvel langt umfram vaxtasparnað. Allir hafa séð, hver áhrif til góðs það hafði, þegar erlent verzlunarfyrirtæki kom hér inn, reyndar sem algjör undantekning; Costco. Það er engin spurning, að tilkoma Costco setti innlenda smásöluverzlun, líka benzínsölu, undir verðþrýsting, sem margir neytendur nutu svo góðs af. Áhrifin eru þó takmörkuð af því Costco á ekki í neinni raunverulegri samkeppni við „jafningja“ hér, eins og t.a.m. Aldi, Lidl eða aðrar evrópskar verzlanakeðjur, sem byggja á og bjóða lágmarksverð. En, af hverju koma engin önnur erlend verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér inn!? Skýring er ekki langsótt. Líka hér er íslenzka krónan ástæðan. Það er hrein undantekning, ef erlent fyrirtæki hefur áhuga á, að fjárfesta og stofna hér til reksturs, meðan krónan er okkar gjaldmiðill. Hér koma upp gengissviptingar og gjaldeyrishöft, sem enginn vill eiga yfir höfði sér. Hvenær skyldi okkur bera gæfa til - kannske værri réttara að segja, hvenær skyldum við hafa skilning og vitsmuni til - að fá hér Evru og blómstrandi samkeppni í verzlun og þjónustu og lágmarksvexti, öllum til ómetanlegs ávinnings og góðs!? Leiðin að Evru er í gegnum fulla ESB-aðild - við erum nú þegar um 80% þar - en öll önnur smáríki Evrópu, nú 15 talsins, Eistland, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Írland, Slóvenía, Króatía, Kýpur, Malta og svo Kósóvó, Svartfjallaland, San Marínó, Andorra, Mónakó og Vatíkanið, hafa tekið upp Evru. Hvort skyldum við vera heimskari en aðrar smáþjóðir Evrópu, í þessum efnum, eða þær, 15 talsins, heimskari en við? Eins og stefnumál flokka hér hafa þróast, er aðeins einn flokkur, sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku Evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp tvöfallt verðlag krónuhagkerfisins. Enginn annar. Vert er fyrir alla lesendur, að velta því vel fyrir sér, fyrir næstu þingkosningar, hvort hann vill tryggja okkur svipað verlag og í Evrópu, með Evru, eða halda áfram að borga tvöfallt verð fyrir sín lífgæði með krónu. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun