Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2024 08:20 Mynd frá björgunaraðgerðunum í Borgarfirði. Landsbjörg Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að um hálftvöleytið í gær hafi Björgunarsveitin Ok í Reykholti verið boðuð út vegna hestaslyss við Kalmanstungu í Borgarfirði. Farið hafi verið á jeppa og buggy-bílum sveitarinnar og sjúkraflutningamaður fengið far með þeim áleiðis á slysstað en lögregla hafi einnig verið kölluð til. Komið hafi verið að þeim slasaða tæpum klukkutíma eftir að útkall barst en eftir mat á áverkum hafi verið ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Rétt rúmlega 15 hafi hinn slasaði verið kominn í þyrlu á leið frá slysstað. Stuttu seinna hafi Björgunarsveitin Bróðurhönd og Björgunarsveitin Dagrenning verið boðaðar vegna gönguslyss rétt undir toppi Valahnúks í Þórsmörk. Björgunarsveitirnar hafi brugðist hratt við og Björgunarsveitin Bróðurhönd komið fyrst á vettvang ásamt skálavörðum í Langadal. Björgunarsveitin Dagrenning komið stuttu seinna auk björgunarsveitarfólks sem hafði verið í helgarfríi í Þórsmörk. Þá segir að hinn slasaði hafi verið með áverka á fæti og ekki getað staðið í fótinn. Hann hafi verið færður með böruburði stutta leið niður Valahnúk þar sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sem kom beint úr útkallinu úr Borgarfirði, gat athafnað þyrlunni og var hinn slasaði kominn í þyrlu rétt rúmlega fjögur. Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Hestar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að um hálftvöleytið í gær hafi Björgunarsveitin Ok í Reykholti verið boðuð út vegna hestaslyss við Kalmanstungu í Borgarfirði. Farið hafi verið á jeppa og buggy-bílum sveitarinnar og sjúkraflutningamaður fengið far með þeim áleiðis á slysstað en lögregla hafi einnig verið kölluð til. Komið hafi verið að þeim slasaða tæpum klukkutíma eftir að útkall barst en eftir mat á áverkum hafi verið ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Rétt rúmlega 15 hafi hinn slasaði verið kominn í þyrlu á leið frá slysstað. Stuttu seinna hafi Björgunarsveitin Bróðurhönd og Björgunarsveitin Dagrenning verið boðaðar vegna gönguslyss rétt undir toppi Valahnúks í Þórsmörk. Björgunarsveitirnar hafi brugðist hratt við og Björgunarsveitin Bróðurhönd komið fyrst á vettvang ásamt skálavörðum í Langadal. Björgunarsveitin Dagrenning komið stuttu seinna auk björgunarsveitarfólks sem hafði verið í helgarfríi í Þórsmörk. Þá segir að hinn slasaði hafi verið með áverka á fæti og ekki getað staðið í fótinn. Hann hafi verið færður með böruburði stutta leið niður Valahnúk þar sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sem kom beint úr útkallinu úr Borgarfirði, gat athafnað þyrlunni og var hinn slasaði kominn í þyrlu rétt rúmlega fjögur.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Hestar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira