Uppgjör: Stjarnan – Þór/KA 1-4 | Sandra María hættir ekki að skora Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 18:46 Þór/KA skoraði fjögur í dag. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA er komið aftur á beinu brautina í Bestu deild kvenna eftir 3-0 tap fyrir toppliði Breiðabliks í síðustu umferð. Í 8. umferð fór liðið í Garðabæinn og vann ótrúlegan 4-1 sigur eftir að lenda marki undir snemma leiks. Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur). Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Stjarnan komst yfir snemma leiks eftir að Hrefna Jónsdóttir var rétt kona á réttum stað. Eftir þungt tap í síðasta leik hefði maður haldið að það myndi fara um gestina frá Akureyri en svo var ekki. Þegar hálftími var liðinn barst boltinn á Söndru Maríu Jessen sem skoraði að sjálfsögðu en hún hefur verið óstöðvandi í upphafi móts. Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik en í þeim síðari gengu gestirnir á lagið. Sandra María hefur raðað inn mörkum í sumar.Vísir/Hulda Margrét Hildur Anna Birgisdóttir kom inn af bekknum hjá Þór/KA í hálfleik og það tók hana ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn, í orðsins fyllstu merkingu. Hún skoraði beint úr hornspyrnu aðeins tveimur mínútum eftir að síðari hálfleikur hófst. Tveimur mínútum síðar tók Hildur Anna aftur hornspyrnu, að þessu sinni rataði boltinn inn á teig þar sem Margrét Árnadóttir náði að snúa og skófla tuðrunni í netið. Staðan orðin 1-3 og Akureyringar að njóta sín í botn. Það var svo á 69. mínútu sem Sandra María gerði endanlega út um leikinn þegar hún kláraði hlaup sitt á fjær og potaði boltanum í netið eftir að Amalía Árnadóttir hafði átt líka þessa fínu fyrirgjöf. Var þetta 10. deildarmark Söndru Maríu á leiktíðinni. Staðan orðin 1-4 og það reyndust lokatölur í Garðabænum. Tíu mörk takk fyrir pent.vísir/Hulda Margrét Þór/KA er nú komið upp í 3. sæti með 18 stig líkt og Íslandsmeistarar Vals sem sitja sæti ofar með leik til góða. Stjarnan er í 5. sæti með 9 stig. Atvik leiksins Ætli það sé ekki ákvörðun þjálfarateymis Þórs/KA að setja Hildi Önnu inn í hálfleik. Spyrnugeta hennar gjörbreytti leiknum. Stjörnur og skúrkar Hildur Anna og Sandra María eru stjörnur dagsins. Það væri forvitnilegt að vita hvað Sandra María var að gera í vetur en það er heldur betur að skila sér. Hildur Anna er svo enn ein af gríðarlega efnilegum knattspyrnum sem Akureyri hefur alið undanfarin misseri. Varnarleikur Stjörnunnar í heild sinni er skúrkur dagsins. Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli. Dómarar Stefán Ragnar Guðlaugsson og teymi hans átti ágætis dag í Garðabænum. Stemning og umgjörð Það hefði verið gaman að sjá fleiri í stúkunni en Stjarnan þarf að eiga það við sig að byggja stúku sem hatar hita og elskar kulda (og myrkur).
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti