Hélt að hásinin hefði slitnað: „Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2024 08:01 Martin Hermannsson hefur verið lykilmaður síðan hann gekk aftur til liðs við Alba Berlin í janúar en hann gat ekki tekið þátt í úrslitaeinvíginu. Inaki Esnaola/Getty Images Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson meiddist á versta mögulega tíma og missti af úrslitaeinvígi þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem Alba Berlin tapaði gegn Bayern Munchen. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Meiðslin eru ekki mjög alvarleg, tognun í kálfa og Martin verður frá í 4-6 vikur. Hann hefur verið lykilmaður í liði Alba Berlin síðan hann sneri aftur til þýska liðsins í janúar en meiddist undir blálok fjórða leiks í undanúrslitum gegn Niners Chemnitz. Martin hafði átt frábæran leik og spilað stóran þátt í að tryggja oddaleik í einvíginu. „Það var lítill fyrirvari á þessu. Ég var búinn að vera slæmur í hásinunum síðustu tvær vikurnar. Svo bara gerist það að ég hoppa upp, átta sekúndur eftir af leiknum, og ég hélt fyrst að hásinin væri að fara. Fékk svona tilfinningu eins og einhver hefði sparkað aftan í mig. Sem betur fer var þetta í kálfanum.“ Undanúrslitaeinvígið vannst svo í oddaleik og Alba Berlin lék til úrslita gegn Bayern Munchen, en Martin gat ekki tekið þátt, sem er auðvitað gríðarlega svekkjandi. „Þú æfir allan veturinn fyrir þetta móment. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit. Tímasetningin á þessu gæti ekki verið verri.“ Mættu ofjarli sínum í úrslitum Bayern Munchen vann úrslitaeinvígið 3-1 eftir 88-82 sigur í fjórða leik liðanna í Berlín í gær. Alba tókst næstum því að snúa leiknum við undir lokin og knýja fram oddaleik en Bayern hélt út og er Þýskalandsmeistari, tvöfaldur meistari raunar eftir bikarsigur í febrúar. „Hundfúlt, en á sama tíma er margt mjög jákvætt á þessu tímabili og við getum verið stoltir af því að fara í úrslit miðað við hvað var. Þessar íþróttir eru bara einn stór rússíbani af tilfinningum en það er náttúrulega glatað þegar þú ert kominn svona langt að klára þetta. Þá hefðirðu getað farið í sumarfrí fyrir fjórum vikum, ef við ætlum ekki að klára þetta almennilega.“ Viðtalið og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. 14. mars 2024 19:16