Sport

Dag­skráin í dag: Tveir leikir í Bestu, úrslitaeinvígi á svellinu og opna banda­ríska

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þriðji mótsdagur opna bandaríska í golfi verður á Vodafone Sport.
Þriðji mótsdagur opna bandaríska í golfi verður á Vodafone Sport. Andrew Redington/Getty Images

Það er létt og skemmtileg dagskrá þennan laugardaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Opna bandaríska verður í beinni, tveir leikir í Bestu deild kvenna, Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni, úrslitaeinvígi í íshokkí og margt fleira. 

Vodafone Sport

11:55 – Bröndy og Nordsjælland mætast í dönsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Kristín Dís Árnadóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru leikmenn Bröndby.

14:00 – Bein útsending frá þriðju lotu U.S. Open á European Tour í golfi.

00:05 – Fjórði leikur Edmonton Oilers og Florida Phanthers í úrslitum NHL.

Stöð 2 Sport 2

18:00 – Bein útsending rafíþróttinni Counter Strike á London Spring Final í Blast Premier deildinni.

Stöð 2 Sport 4

19:00 – Bein útsending frá þriðja Meijer LPGA Classic á LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

13:25 – Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir næstu umferð í Bestu deild kvenna.

13:50 – FH tekur á móti Keflavík í 8. umferð Bestu deildar kvenna.

Stöð 2 Sport

15:50 – Stjarnan tekur á móti Þór/KA í 8. umferð Bestu deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×