Lýðheilsufræðingar segja aukið aðgengi að áfengi alvarlegt mál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 16:55 Félag lýðheilsufræðinga segir að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu, með tilliti til aukins aðgengis að áfengi í gegnum netverslanir Vísir/Vilhelm Félag lýðheilsufræðinga hefur gefið út yfirlýsingu vegna aukins aðgengis að áfengi, þar sem þeir segja að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu. Aukningin sem hafi orðið á aðgengi að áfengi sé þvert á lýðheilsustefnu og brjóti í bága við lög í landinu. „Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur
Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira