Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur Runólfur Ágústsson skrifar 14. júní 2024 13:30 Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Runólfur Ágústsson Tengdar fréttir Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur.
Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar