Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur Runólfur Ágústsson skrifar 14. júní 2024 13:30 Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Runólfur Ágústsson Tengdar fréttir Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur.
Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar