Minnir á flotta tannlæknastofu Tork gaurinn skrifar 14. júní 2024 10:57 James Einar Becker, betur þekktur sem Tork-gaurinn skellti sér til Madrídar og reynsluók nýjum Polestar 3. Skjáskot Í nýjasta þætti af Tork Gaurnum ferðast James Einar Becker til Madridar á frumsýningu og reynsluekur splunkunýjum Polestar 3. Samkvæmt James Einari er Polestar 3 rafmagnsbíll (jepplingur) sem á að fara að keppa við þýsku framleiðendurnar á lúxusbílamarkaðnum. „Þeir þýsku sem fá hvað helst að kenna á samkeppninni eru Porsche Macan EV og Audi Q8. Mjög háleit markmið fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda. Engu að síður hefur það heppnast fullkomlega hjá þeim,“ segir hann. Í þættinum segir James Einar frá því að bíllinn sé einstaklega vel hannaður og sé fallegur frá öllum hliðum. Engin hönnunarlína á bílnum er þarna nema hún þjóni tilgangi með loftflæði. Sömu sögu er að segja frá innréttingunni og ökumannsrými bílsins. Þar fær Skandinaviska naumhyggjan að ráða ferðinni þar sem allt er einfalt og fallegt. Minnir einna helst á mjög flotta tannlæknastofu, sem er kaldhæðið í sjálfu sér þar sem ég gæti séð fyrir mér marga tannlækna í Lacoste-bolum á þessum bíl. Það sem gerir Polestar 3 mjög áhugaverðan er að hann er hannaður af fólki sem hefur áhuga á bílum og finnst gaman að keyra. Bíllinn er einhver 510 hestöfl og með 920Nm af togi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Bíllinn er með „automatíska“ fjöðrun sem getur stillt sig af og aðlagað sig að veginum einu sinni á tveggja millisekúndu fresti. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Svo er bíllinn með svokallað „Tork Vectoring“ kerfi. Í grófum dráttum þýðir það að ef þú ert að fara í krappa beygju þá þarf ytra aftur hjólið að fara lengri vegalengd en það innra. Þegar það gerist hjá Polestar 3 þá sendir bíllinn meiri kraft í ytra hjólið sem að skítur bílnum út úr beygjunni eins og teygjubyssa. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Polestar 3 er á grensunni við það að vera leiktæki sem sómir sér enn betur sem fjölskyldubíll. Hann er nokkuð breiður og þess vegna vel hægt að koma þremur einstaklingum aftur í. Þó að tveir ISOfix stólar væru aftur í þá kæmist samt fullorðin manneskja vel fyrir í miðjunni. Polestar 3 er hinn fullkomni „sleeper“ bíll. Það fer lítið fyrir honum en samt gæti hann tekið BMW M3 í kvartmílu. Þegar því er svo lokið er hægt að koma fyrir barnavagni og fjórum Bónus pokum í skottið. Einsaklega vel heppnaður bíll í alla staði og ættu allir bílaáhugamenn að hlakka til að fá hann á götur landsins. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Samkvæmt James Einari er Polestar 3 rafmagnsbíll (jepplingur) sem á að fara að keppa við þýsku framleiðendurnar á lúxusbílamarkaðnum. „Þeir þýsku sem fá hvað helst að kenna á samkeppninni eru Porsche Macan EV og Audi Q8. Mjög háleit markmið fyrir tiltölulega nýjan bílaframleiðanda. Engu að síður hefur það heppnast fullkomlega hjá þeim,“ segir hann. Í þættinum segir James Einar frá því að bíllinn sé einstaklega vel hannaður og sé fallegur frá öllum hliðum. Engin hönnunarlína á bílnum er þarna nema hún þjóni tilgangi með loftflæði. Sömu sögu er að segja frá innréttingunni og ökumannsrými bílsins. Þar fær Skandinaviska naumhyggjan að ráða ferðinni þar sem allt er einfalt og fallegt. Minnir einna helst á mjög flotta tannlæknastofu, sem er kaldhæðið í sjálfu sér þar sem ég gæti séð fyrir mér marga tannlækna í Lacoste-bolum á þessum bíl. Það sem gerir Polestar 3 mjög áhugaverðan er að hann er hannaður af fólki sem hefur áhuga á bílum og finnst gaman að keyra. Bíllinn er einhver 510 hestöfl og með 920Nm af togi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Bíllinn er með „automatíska“ fjöðrun sem getur stillt sig af og aðlagað sig að veginum einu sinni á tveggja millisekúndu fresti. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Svo er bíllinn með svokallað „Tork Vectoring“ kerfi. Í grófum dráttum þýðir það að ef þú ert að fara í krappa beygju þá þarf ytra aftur hjólið að fara lengri vegalengd en það innra. Þegar það gerist hjá Polestar 3 þá sendir bíllinn meiri kraft í ytra hjólið sem að skítur bílnum út úr beygjunni eins og teygjubyssa. Þessi bíll er ekki þessi klassíski rafmagns hlunkur sem er með urmul af hestöflum en lætur svo af stjórn eins og togari. Polestar 3 er á grensunni við það að vera leiktæki sem sómir sér enn betur sem fjölskyldubíll. Hann er nokkuð breiður og þess vegna vel hægt að koma þremur einstaklingum aftur í. Þó að tveir ISOfix stólar væru aftur í þá kæmist samt fullorðin manneskja vel fyrir í miðjunni. Polestar 3 er hinn fullkomni „sleeper“ bíll. Það fer lítið fyrir honum en samt gæti hann tekið BMW M3 í kvartmílu. Þegar því er svo lokið er hægt að koma fyrir barnavagni og fjórum Bónus pokum í skottið. Einsaklega vel heppnaður bíll í alla staði og ættu allir bílaáhugamenn að hlakka til að fá hann á götur landsins.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira