Hvers vegna tölum við um bongóblíðu? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. júní 2024 11:00 Orðið má rekja til Sólarsömbu Magnúsar Kjartanssonar en hefur borið á góma í veðurfréttum og í pontu sjálfs Alþingis. Vísir/Samsett Þegar líða fer á júní skýtur orðið bongóblíða, eða bara bongó, æ oftar upp kollinum þegar landsmenn lýsa veðráttu. Þetta orð á sér, eins og gefur að skilja, ekki langa sögu í málinu og blaðamanni þótti ólíklegt að Jónas Hallgrímsson eða Hallgrímur Pétursson hefðu talað um bongó þegar veðrið lék við þá forðum daga. Rannsóknarferlið tók ekki drjúga stund þar sem Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, gerði grein fyrir sifjum orðsins í grein sem hún birti á Vísindavefinn árið 2017. Þar segir hún að orðið bongóblíða hafi fyrst komið fram í laginu Sólarsömbu sem Bræðrabandalagið söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 1988. Guðrún vitnar í ummæli sem hún fann á vefnum Bland. „Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem límt við heila landsmanna þegar það braust fram á sjónarsviðið árið 1988 og má nefna að það var í texta þessa lag sem nýyrðið "bongóblíða" skaut fyrst upp kollinum. Í dag er ekki útskrifaður veðurfræðingur á Íslandi án þess að hann hafi tamið sér notkun þessa orð,“ skrifar ónefndur notandi Bland. Í grein sinni á Vísindavefnum tekur Guðrún fram að bongó sé nafn á antílóputegund á sléttum Mið-Afríku sem og afró-kúbanskri trommu og því hefur þessi tiltekna samsetning hljóða haft einhvern suðrænan, hitabeltisblæ fyrir höfundi lagsins. Orðið hefur síðan jafnt og þétt aukist í notkun í fréttum ef marka má leitarvél Tímarit.is. Því hefur einnig borið á góma í veðurfréttum og á samfélagsmiðlum. Um Verslunarmannahelgina árið 2017 var viðtal við höfund orðsins bongóblíða Halldór Gunnarsson. Hann samdi textann fyrir Magnús Kjartansson og segir orðið eiga tilvist sinni að þakka því að hann vantaði stuðul við höfuðstafinn í „básúnur.“ „Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar,“ segir Halldór Gunnarsson í viðtali við DV. Halló, komið öll á fætur (öll á fætur nú) Fínt er veðrið borgin iðar sér í takt. Sjáið hvernig lífið lætur það er lýgilegra en nokkur orð fá sagt. Þett' er algjör bongó blíða og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag. frá hljómskálanum sömbutónar líða út í oft þegar lúðra sveitin þeytir heitan brag. „Ég hef ekkert fylgst sérstaklega með þessu, en ég tók eftir því þegar bongóblíða var fyrst notað í veðurfréttum – hærra verður náttúrlega ekki komist,“ segir Halldór líka en þar skjátlaðist honum allörugglega. Hróður orðsins átti nefnilega eftir að ná slíkum hæðum að orðhöfundinn hefði líklega ekki órað fyrir því. Þann 25. janúar á síðasta ári var orðið sagt í sjálfri Alþingispontunni þegar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti ræðu um störf þingsins sem hefst á þeim fleygu orðum: „Herra forseti. Það er nú ekki alltaf bongóblíða á Íslandi.“ Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Rannsóknarferlið tók ekki drjúga stund þar sem Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, gerði grein fyrir sifjum orðsins í grein sem hún birti á Vísindavefinn árið 2017. Þar segir hún að orðið bongóblíða hafi fyrst komið fram í laginu Sólarsömbu sem Bræðrabandalagið söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 1988. Guðrún vitnar í ummæli sem hún fann á vefnum Bland. „Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem límt við heila landsmanna þegar það braust fram á sjónarsviðið árið 1988 og má nefna að það var í texta þessa lag sem nýyrðið "bongóblíða" skaut fyrst upp kollinum. Í dag er ekki útskrifaður veðurfræðingur á Íslandi án þess að hann hafi tamið sér notkun þessa orð,“ skrifar ónefndur notandi Bland. Í grein sinni á Vísindavefnum tekur Guðrún fram að bongó sé nafn á antílóputegund á sléttum Mið-Afríku sem og afró-kúbanskri trommu og því hefur þessi tiltekna samsetning hljóða haft einhvern suðrænan, hitabeltisblæ fyrir höfundi lagsins. Orðið hefur síðan jafnt og þétt aukist í notkun í fréttum ef marka má leitarvél Tímarit.is. Því hefur einnig borið á góma í veðurfréttum og á samfélagsmiðlum. Um Verslunarmannahelgina árið 2017 var viðtal við höfund orðsins bongóblíða Halldór Gunnarsson. Hann samdi textann fyrir Magnús Kjartansson og segir orðið eiga tilvist sinni að þakka því að hann vantaði stuðul við höfuðstafinn í „básúnur.“ „Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar,“ segir Halldór Gunnarsson í viðtali við DV. Halló, komið öll á fætur (öll á fætur nú) Fínt er veðrið borgin iðar sér í takt. Sjáið hvernig lífið lætur það er lýgilegra en nokkur orð fá sagt. Þett' er algjör bongó blíða og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag. frá hljómskálanum sömbutónar líða út í oft þegar lúðra sveitin þeytir heitan brag. „Ég hef ekkert fylgst sérstaklega með þessu, en ég tók eftir því þegar bongóblíða var fyrst notað í veðurfréttum – hærra verður náttúrlega ekki komist,“ segir Halldór líka en þar skjátlaðist honum allörugglega. Hróður orðsins átti nefnilega eftir að ná slíkum hæðum að orðhöfundinn hefði líklega ekki órað fyrir því. Þann 25. janúar á síðasta ári var orðið sagt í sjálfri Alþingispontunni þegar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti ræðu um störf þingsins sem hefst á þeim fleygu orðum: „Herra forseti. Það er nú ekki alltaf bongóblíða á Íslandi.“
Halló, komið öll á fætur (öll á fætur nú) Fínt er veðrið borgin iðar sér í takt. Sjáið hvernig lífið lætur það er lýgilegra en nokkur orð fá sagt. Þett' er algjör bongó blíða og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag. frá hljómskálanum sömbutónar líða út í oft þegar lúðra sveitin þeytir heitan brag.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira