Samþykktu fimmtíu milljarða dala aðstoð til Úkraínu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 23:06 Sjö helstu iðnríki heims, eða G7 ríkin, eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskalands. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í kvöld að leiðtogar G7 ríkjanna hefðu komist að samkomulagi um að taka lán upp á fimmtíu milljarða Bandaríkjadala fyrir aðstoð til Úkraínu og borga upp lánið með vöxtum af ríkiseignum Rússa sem búið væri að frysta Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Á blaðamannafundi að leiðtogafundi G7 ríkjanna loknum sagði Biden að auki að eftir árs langar samningaviðræður hefðu Bandaríkin og Úkraína að auki skrifað undir samning um tvíhliða öryggi ríkjanna til tíu ára. „Við erum enn og aftur að minna Pútín á að við erum hvergi nærri hætt,“ sagði hann. Biden sagði að ríkin myndu sjá Úkraínu fyrir fimm Patriot-loftvarnarkerfum. „Allt sem við eigum fer nú til Úkraínu þar til þörfum þeirra er mætt,“ sagði Biden. Volodímír Selenskí sagði samninginn þann sterkasta í sögu úkraínska ríkisins, síðan það var stofnað árið 1991. Hann væri ítarlegur og lagalega bindandi, og hann komi til með að endast fram yfir stríð. Selenskí sagði Xi Jonping forseta Kína hafa lofað sér að kínverska ríkið kæmi ekki til með að senda Rússum vopn. En Biden hélt því fram að með því að útvega tækni og íhluti í vopn væri Kína í raun að sjá Rússlandsher fyrir vopnum. Viðræður um aðstoð G7 ríkjanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði, en í honum segir að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir lok árs, fjármagn úr mörgum áttum komi til með að renna í sjóðinn og með honum verði hægt að fjármagna hernaðaráætlun Úkraínuhers. Þá verði stofnuð lánasamsteypa margra lánveitenda til að dreifa áhættunni, og svo áætlunin verði hvorki rekin alfarið af ESB eða Bandaríkjunum. Úkraínuríki eigi ekki að fjármagna vextina af láninu heldur eigi hagnaður af ríkiseignum Rússa í Evrópu, sem búið er að frysta, að gera það. The Guardian fjallaði ítarlega um málið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira