Helgi Guðjónss.: Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá Árni Jóhannsson skrifar 13. júní 2024 21:37 Helgi Guðjónsson lagði upp tvö mörk í kvöld og finnst hann finna sig vel á kantinum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Helgi Guðjónsson var einn af þeim leikmönnum Víkings sem hafði hvað mest áhrif á útkomu leiks þeirra gegn Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann lagði upp tvö mörk í 3-1 sigri og var ánægður með dagsverkið. „Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“ Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
„Það er bara hrikalega sætt að ná að klára þetta“, sagði Helgi þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri skömmu eftir leik en Víkingur virðist ekki kunna að tapa í bikarnum. „Við byrjuðum ekkert spes, það var smá bras í byrjun en síðan var bara gott að klára þetta og vera komnir í fjögurra liða úrslit.“ Helgi var spurður hvað hann væri sáttastur með eftir leikinn. „Bara að ná að komast í 2-0 þó við værum ekkert spes í fyrri hálfleik. Þeir voru lágt niðri og það tók smá tíma að brjóta þá niður. Að ná að fara inn í hálfleik í 2-0 var fjári sterkt fyrir seinni hálfleikinn.“ Helgi er kannski þekktari fyrir að pota boltanum í netið en í kvöld var það hann sem var í gjafastuði og lagði upp mörk tvö og þrjú. Hann var spurður að því hvernig hann var að finna sig í kvöld. „Þessi staða á kantinum hentar mér mjög vel vegna fyrirgjafanna. Strákarnir vita það að ég kem oftast með fasta bolta fyrir á þá þannig að það er þeirra að mæta inn í eins og það er mitt að hitta á þá.“ Víkingur hafði mjög góð tök á leiknum þegar þeir voru komnir yfir en er það þá ekki erfitt að halda einbeitingu í allar 90 mínúturnar þegar andstæðingurinn virðist ekki geta ógnað liðinu að ráði. „Já, en það er mikilvægt að halda haus og ekki gefa þeim von eins og kom kannski þarna í lokin. Þess vegna var svo mikilvægt að ná þriðja markinu í seinni hálfleik. Það rotaði leikinn fannst mér og kom í veg fyrir að þessi leikur færi í eitthvað kaos í lokin.“ Það er skammt stórra högga á milli en strax eftir helgi er leikur við Val hjá Víkingum. Hvernig fannst Helga frammistaðan í kvöld ríma við það sem Víkingur sér fyrir sér í þeim leik. „Bara fínt. Menn eru að koma sprækir eftir smá frí og við þurfum bara að vera klárir í stórleikinn á þriðjudaginn.“
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 3-1 | Víkingur hreinlega kann ekki að detta úr bikarnum Víkingur tryggði farseðilinn í undanúrlit Mjólkurbikarsins með famannlegum sigri á Fylki fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 3-1 og er hægt að segja að leikurinn hafi verið í höndum heimamanna lungan úr honum. Fylkir ætlaði verjast djúpt og hafði ekki erindi sem erfiði. 13. júní 2024 18:30