Tónlistarmaðurinn Róbert Örn er fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 16:26 Róbert Örn Hjálmtýsson er allur en hann fæddist 1977. vísir/anton brink Róbert Örn Hjálmtýsson er fallinn frá en hann var einkum þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Hljómsveitin Ég og PoPPaRoFT. Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube: Andlát Tónlist Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube:
Andlát Tónlist Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira