Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. júní 2024 15:00 Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun. Tengiráðgjafar eiga að rjúfa einangrun fólks Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna með aukinni félagslegri virkni enda félagsleg einangrun stór áhættuþáttur einmannaleika. Nú hafa sex sveitarfélög hafið þátttöku í spennandi tilraunaverkefni með ráðningu svokallaðra tengiráðgjafa. Hlutverk tengiráðgjafa er að leitast við að rjúfa einangrun eldra fólks með símtölum og heimsóknum og því að finna leiðir til að auka virkni. Það getur verið auðvelt úrlausnar, eins og með því að tengja saman fólk með svipuð áhugamál, eða krafist flóknara samstarfs milli þjónustustofnana. Nærsamfélagið virkjað gegn einmanaleika Tengiráðgjafi þarf að hafa yfirsýn yfir bjargir nærsamfélagsins, sérstaklega þau úrræði sem eru líkleg til að auka félagsleg samskipti viðkvæmra hópa og vinna gegn einmanaleika. Tengiráðgjafi er þannig í góðum tengslum við aðila úr nærsamfélaginu til að nýta sem best þær bjargir sem fyrir eru í nærsamfélaginu, ryðja úr vegi hindrunum á milli mismunandi þjónustuaðila og byggja upp tengingar á milli þjónustuveitenda í sveitarfélaginu. Á flestum stöðum mun þetta fela í sér samtal á milli félagsþjónustu og heilsugæslu, félagasamtaka, trúfélaga, sjálfboðaliðasamtaka o.s.frv. Með þessu er nærumhverfið virkjað til þess að taka betur utan um þau sem eru félagslega einangruð eða einmana. Hlutverk tengiráðgjafa er þannig að stíga inn og finna lausn sem hentar hverjum og einum. Það á að vera Gott að eldast Í minni tíð sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég lagt áherslu á að öll séu með í samfélaginu. Tengiráðgjafarnir munu fjölga tækifærum fyrir margt eldra fólk til félagslegrar virkni, draga úr einangrun og ég hlakka til að sjá hvernig útkoman verður. Það á að vera Gott að eldast. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Eldri borgarar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem byggir á nýrri hugsun í þjónustu við þennan stækkandi hóp í samfélagi okkar. Áætlunina fékk ég samþykkta á Alþingi í fyrra. Með henni er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, meðal annars með því að gera hana einstaklingsmiðaðri. Jafnframt er áhersla lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsueflingu en með virkni og félagslegri samveru er stuðlað að heilbrigðri öldrun. Tengiráðgjafar eiga að rjúfa einangrun fólks Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna með aukinni félagslegri virkni enda félagsleg einangrun stór áhættuþáttur einmannaleika. Nú hafa sex sveitarfélög hafið þátttöku í spennandi tilraunaverkefni með ráðningu svokallaðra tengiráðgjafa. Hlutverk tengiráðgjafa er að leitast við að rjúfa einangrun eldra fólks með símtölum og heimsóknum og því að finna leiðir til að auka virkni. Það getur verið auðvelt úrlausnar, eins og með því að tengja saman fólk með svipuð áhugamál, eða krafist flóknara samstarfs milli þjónustustofnana. Nærsamfélagið virkjað gegn einmanaleika Tengiráðgjafi þarf að hafa yfirsýn yfir bjargir nærsamfélagsins, sérstaklega þau úrræði sem eru líkleg til að auka félagsleg samskipti viðkvæmra hópa og vinna gegn einmanaleika. Tengiráðgjafi er þannig í góðum tengslum við aðila úr nærsamfélaginu til að nýta sem best þær bjargir sem fyrir eru í nærsamfélaginu, ryðja úr vegi hindrunum á milli mismunandi þjónustuaðila og byggja upp tengingar á milli þjónustuveitenda í sveitarfélaginu. Á flestum stöðum mun þetta fela í sér samtal á milli félagsþjónustu og heilsugæslu, félagasamtaka, trúfélaga, sjálfboðaliðasamtaka o.s.frv. Með þessu er nærumhverfið virkjað til þess að taka betur utan um þau sem eru félagslega einangruð eða einmana. Hlutverk tengiráðgjafa er þannig að stíga inn og finna lausn sem hentar hverjum og einum. Það á að vera Gott að eldast Í minni tíð sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég lagt áherslu á að öll séu með í samfélaginu. Tengiráðgjafarnir munu fjölga tækifærum fyrir margt eldra fólk til félagslegrar virkni, draga úr einangrun og ég hlakka til að sjá hvernig útkoman verður. Það á að vera Gott að eldast. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar