Líður bókstaflega óstöðvandi í góðu fitti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júní 2024 11:31 Yrsa Ósk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Félagsmiðstöðvarforstöðukonan og tískuáhugakonan Yrsa Ósk Finnbogadóttir er með einstakan og líflegan stíl og sækir mikið í skandinavíska hönnun. Hún er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Yrsa Ósk er mikil tískuáhugakona og með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er alls konar. Ég elska hvað það hvernig við veljum að klæða okkur getur verið stór partur af sjálfstjáningu og endurspeglað hver við erum og viljum vera. Svo þarf ekkert að taka hana alvarlegar en man vill og því fylgir mikið frelsi til að hafa gaman og brjóta upp aðeins upp hversdagsleikann. Yrsu finnst mikilvægt að hafa gaman að tískunni og taka henni ekki of alvarlega.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það eru svo margar í uppáhaldi en ein þeirra er hlébarðapelsinn minn. Hann gengur með öllu, hvort sem það eru gallabuxur og stuttermabolur eða síðkjóll og hælar. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er hlýr. Annað uppáhald eru kúrekastígvelin frá Ganni, því þau ganga líka við allt - ég elska að vera í þeim við fallega kjóla. Í seinni tíð eru svo mörg uppáhöld, ég reyni að kaupa flíkur sem ég dýrka, eru frekar tímalausar, vel sniðin og ég sé fyrir mér að geta notað og elskað lengi lengi. Kúrekastígvélin eru í miklu uppáhaldi hjá Yrsu Ósk.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Svona bæði og. Mér finnst mjög gaman þegar ég hef nægan tíma til að pæla í hvaða fötum mig langar að vera. Dags daglega gefst yfirleitt ekki mikill tími í það, aðallega sökum þess að ég er alltaf á síðustu stundu að koma mér út úr húsi. Ég er mjög hrifin af því að endurnýta góð outfit og er með nokkur solid go-to outfit hverju sinni, sem ég veit að mér líður vel í og finnst töff, svo ég get bara hent mér í föt og út. Ef það er eitthvað sérstakt tilefni þá getur finnst mér gaman að gefa mér tíma til að spá í því. Það getur alveg tekið tíma en ef ég veit af einhverju á döfinni leiðinni ég hugann gjarnan að því nokkrum dögum áður og er þá með einhverja hugmynd eða innblástur til að vinna mig út frá. Svo hafa þau verið ófá panikk símtölin til mömmu að fá ráðleggingar á síðustu stundu. Yrsa sækir mikinn tískuinnblástur til móður sinnar og fær oft góð ráð frá henni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er ótrúlega fjölbreyttur og síbreytilegur. Hann er litríkur og afslappaður og samanstendur af einstökum flíkum en ég hugsa að rauður þráðurinn sé einhvers konar götustíls (e. street wear/street style) element. Stílinn endurspeglar mjög gjarnan bara hvernig dagsformið er hverju sinni; einn daginn vakna ég og langar bara að vera í risastórum, víðum buxum og víðri skyrtu, með derhúfu og í strigaskóm og þann næsta gæti ég farið í einhverjum mega kvenlegum og elegant kjól eða pilsi og gellu topp við. Það er það sem ég dýrka við tískuna, það þarf ekkert að binda sig við neitt eitt. Ég klæði mig auðvitað fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en það færir mér svo mikla gleði þegar ég hitti frændsystkini mín eða önnur börn í lífi mínu og þau dást af fötunum mínum. Ég stefni alltaf á að vera the cool aunt og ber þann titil með stolti! Yrsa segir óþarft að takmarka sig við ákveðinn stíl.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nei, ekkert sérstaklega! Fyrir utan stutt tímabil á unglingsárunum, þar sem ég var pínu hrædd við að vera of over the top eða of fín, hef ég alltaf verið nokkuð samkvæm sjálfri mér í fatavali og klæðst litríkum og fallegum flíkum. Með hverju ári sit ég þó betur og betur í sjálfri mér og verð meira og meira ég og það er ótrúlega gaman að finna það líka endurspeglast í stílnum. Yrsa Ósk segist stöðugt sitja betur í sjálfri sér og finnur að stíllinn þróast í takt við það.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég dýrka það. Það getur líka verið svo góð hugleiðsla og núvitund að hafa sig til. Það að setja á góða tónlist, farða mig, fara í falleg og þægileg föt og gefa mér tíma fyrir sjálfa mig áður en ég fer út úr húsi er stór partur af því að hlúa að mér og svo dýrmætt self care. Gott outfit getur gert slæman dag töluvert bærilegri og ég tala nú ekki um gott outfit á góðum degi. Þá líður mér eins og ég sé bókstaflega óstöðvandi. Yrsa segir góð outfit geta gert erfiða daga bærilegri.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur í mömmu. Mamma hefur alla mína ævi unnið í fatabúðum og er með svo ótrúlega gott auga fyrir flíkum og sniðum, þannig ég hef alltaf fengið að fara í gegnum skápinn hennar og mátað og fengið lánað. Ég er eiginlega alltaf í a.m.k. einni flík af mömmu. Hún er algjör töffari og það sem ég dýrka við stílana okkar er að þrátt fyrir að fíla mjög svipaða hluti þá erum við samt með frekar ólíkan stíl. Ég er svo ótrúlega þakklát að hafa alist upp við frelsið og fengið hvatningu til að klæða mig nákvæmlega eins og mig langar og svo er auðvitað algjör lúxus að eiga mömmu sem er alltaf að gauka að mér einhverjum gersemum. Þegar ég var yngri fórum við oft saman á kaffihús og flettum í gegnum tískublöð til að fá innblástur og sjá hvað var á döfinni, sem mér þykir svo vænt um. Í dag finnst mér ennþá gaman að fylgjast t.d. með I-D og fleiri tískublöðum á samfélagsmiðlum. Yrsa er þakklát fyrir frelsið sem hún fékk í fatavali á uppvaxtarárunum.Aðsend Ég verð líka alltaf mjög innblásin þegar ég sé fólk sem er algjörlega það sjálft. Mér finnst svo ótrúlega gaman að fylgjast með fólki og sjá hvernig það tjáir sig í klæðaburði og elska að sjá fólk þora að vera það sjálft. Það kannski veitir hvað mestan innblástur, sama hvort það er tíska eða stíll sem er líkur því sem ég vel að klæðast eða ekki en bara að sjá fólk vera það sjálft. Það gleður svo og smitar svo út frá sér. Ég dýrka líka týpur eins og Rosalía, Rihanna og Little Simz, sem eru óhræddar við að fara út fyrir kassann og eru t.d. algjörir töffarar og tomboys aðra stundina og svo þvílíkar skvísur og mega elegant þá næstu - ég tengi mjög við það! Yrsa sækir mikinn innblástur í það þegar fólk leyfir sér að vera það sjálft.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, svo lengi sem þér líður vel í því - go for it! Yrsa lifir ekki eftir boðum og bönnum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þær eru nokkrar en lúkk sem kemur svona í fljótu bragði þá var það fyrir nokkrum árum þegar ég klæddist gjordjöss 70's rússkins leðurpilsi sem amma mín átti og notaði þegar hún var á aldur við mig, í uppháum leðurstígvélum af mömmu síðan hún var ung og svo í skyrtu sem ég var nýbúin að kaupa mér sjálf. Það er eitthvað svo fallegt við að þarna hafi tvinnast saman þrjár kynslóðir af ungum konum á sama tímabili í lífinu og að ég hafi fengið að klæðast flíkum sem bæði amma og mamma höfðu haldið svona mikið upp á, í bland við uppáhald frá mér! Yrsa hefur gaman að því að skoða ólík tískutímabil.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Bara að fylgja innsæinu og ekki taka henni of alvarlega. Vera óhrædd við að prófa nýja hluti og ekkert pæla í því hvað önnur eru að pæla, svo lengi sem þér líður vel í því muntu líta vel út í því. Yrsa fylgir innsæinu og tekur tískunni ekki of alvarlega.Aðsend Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. 8. júní 2024 11:31 „Tilfinningaþrungið að fá að fylgja myndinni í flík sem þessari“ Leikkonan og tónlistarkonan Elín Sif Hall hefur verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin ár, bæði í tónlistinni og á stóra skjánum. Hún skein skært á rauða dreglinum í Cannes á dögunum í fötum frá tískurisanum Chanel og býr yfir einstökum stíl sem vekur athygli. Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júní 2024 11:30 Alltaf að stela fötum af kærastanum Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. maí 2024 11:31 „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tískuáhugamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Breki Jónas er óhræddur við að tjá sig í gegnum tískuna og fer sínar eigin leiðir í klæðaburði. Jón breki er alinn upp í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár. Hann lifir og hrærist í tískuheiminum en stefnir á markaðsfræði í danska háskólanum KEA og elskar að ferðast. Jón Breki er viðmælandi í Tískutali. 18. maí 2024 11:31 Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31 „Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. 11. maí 2024 11:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Yrsa Ósk er mikil tískuáhugakona og með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er alls konar. Ég elska hvað það hvernig við veljum að klæða okkur getur verið stór partur af sjálfstjáningu og endurspeglað hver við erum og viljum vera. Svo þarf ekkert að taka hana alvarlegar en man vill og því fylgir mikið frelsi til að hafa gaman og brjóta upp aðeins upp hversdagsleikann. Yrsu finnst mikilvægt að hafa gaman að tískunni og taka henni ekki of alvarlega.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það eru svo margar í uppáhaldi en ein þeirra er hlébarðapelsinn minn. Hann gengur með öllu, hvort sem það eru gallabuxur og stuttermabolur eða síðkjóll og hælar. Svo skemmir ekki fyrir hvað hann er hlýr. Annað uppáhald eru kúrekastígvelin frá Ganni, því þau ganga líka við allt - ég elska að vera í þeim við fallega kjóla. Í seinni tíð eru svo mörg uppáhöld, ég reyni að kaupa flíkur sem ég dýrka, eru frekar tímalausar, vel sniðin og ég sé fyrir mér að geta notað og elskað lengi lengi. Kúrekastígvélin eru í miklu uppáhaldi hjá Yrsu Ósk.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Svona bæði og. Mér finnst mjög gaman þegar ég hef nægan tíma til að pæla í hvaða fötum mig langar að vera. Dags daglega gefst yfirleitt ekki mikill tími í það, aðallega sökum þess að ég er alltaf á síðustu stundu að koma mér út úr húsi. Ég er mjög hrifin af því að endurnýta góð outfit og er með nokkur solid go-to outfit hverju sinni, sem ég veit að mér líður vel í og finnst töff, svo ég get bara hent mér í föt og út. Ef það er eitthvað sérstakt tilefni þá getur finnst mér gaman að gefa mér tíma til að spá í því. Það getur alveg tekið tíma en ef ég veit af einhverju á döfinni leiðinni ég hugann gjarnan að því nokkrum dögum áður og er þá með einhverja hugmynd eða innblástur til að vinna mig út frá. Svo hafa þau verið ófá panikk símtölin til mömmu að fá ráðleggingar á síðustu stundu. Yrsa sækir mikinn tískuinnblástur til móður sinnar og fær oft góð ráð frá henni. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er ótrúlega fjölbreyttur og síbreytilegur. Hann er litríkur og afslappaður og samanstendur af einstökum flíkum en ég hugsa að rauður þráðurinn sé einhvers konar götustíls (e. street wear/street style) element. Stílinn endurspeglar mjög gjarnan bara hvernig dagsformið er hverju sinni; einn daginn vakna ég og langar bara að vera í risastórum, víðum buxum og víðri skyrtu, með derhúfu og í strigaskóm og þann næsta gæti ég farið í einhverjum mega kvenlegum og elegant kjól eða pilsi og gellu topp við. Það er það sem ég dýrka við tískuna, það þarf ekkert að binda sig við neitt eitt. Ég klæði mig auðvitað fyrst og fremst fyrir sjálfa mig en það færir mér svo mikla gleði þegar ég hitti frændsystkini mín eða önnur börn í lífi mínu og þau dást af fötunum mínum. Ég stefni alltaf á að vera the cool aunt og ber þann titil með stolti! Yrsa segir óþarft að takmarka sig við ákveðinn stíl.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nei, ekkert sérstaklega! Fyrir utan stutt tímabil á unglingsárunum, þar sem ég var pínu hrædd við að vera of over the top eða of fín, hef ég alltaf verið nokkuð samkvæm sjálfri mér í fatavali og klæðst litríkum og fallegum flíkum. Með hverju ári sit ég þó betur og betur í sjálfri mér og verð meira og meira ég og það er ótrúlega gaman að finna það líka endurspeglast í stílnum. Yrsa Ósk segist stöðugt sitja betur í sjálfri sér og finnur að stíllinn þróast í takt við það.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég dýrka það. Það getur líka verið svo góð hugleiðsla og núvitund að hafa sig til. Það að setja á góða tónlist, farða mig, fara í falleg og þægileg föt og gefa mér tíma fyrir sjálfa mig áður en ég fer út úr húsi er stór partur af því að hlúa að mér og svo dýrmætt self care. Gott outfit getur gert slæman dag töluvert bærilegri og ég tala nú ekki um gott outfit á góðum degi. Þá líður mér eins og ég sé bókstaflega óstöðvandi. Yrsa segir góð outfit geta gert erfiða daga bærilegri.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mikinn innblástur í mömmu. Mamma hefur alla mína ævi unnið í fatabúðum og er með svo ótrúlega gott auga fyrir flíkum og sniðum, þannig ég hef alltaf fengið að fara í gegnum skápinn hennar og mátað og fengið lánað. Ég er eiginlega alltaf í a.m.k. einni flík af mömmu. Hún er algjör töffari og það sem ég dýrka við stílana okkar er að þrátt fyrir að fíla mjög svipaða hluti þá erum við samt með frekar ólíkan stíl. Ég er svo ótrúlega þakklát að hafa alist upp við frelsið og fengið hvatningu til að klæða mig nákvæmlega eins og mig langar og svo er auðvitað algjör lúxus að eiga mömmu sem er alltaf að gauka að mér einhverjum gersemum. Þegar ég var yngri fórum við oft saman á kaffihús og flettum í gegnum tískublöð til að fá innblástur og sjá hvað var á döfinni, sem mér þykir svo vænt um. Í dag finnst mér ennþá gaman að fylgjast t.d. með I-D og fleiri tískublöðum á samfélagsmiðlum. Yrsa er þakklát fyrir frelsið sem hún fékk í fatavali á uppvaxtarárunum.Aðsend Ég verð líka alltaf mjög innblásin þegar ég sé fólk sem er algjörlega það sjálft. Mér finnst svo ótrúlega gaman að fylgjast með fólki og sjá hvernig það tjáir sig í klæðaburði og elska að sjá fólk þora að vera það sjálft. Það kannski veitir hvað mestan innblástur, sama hvort það er tíska eða stíll sem er líkur því sem ég vel að klæðast eða ekki en bara að sjá fólk vera það sjálft. Það gleður svo og smitar svo út frá sér. Ég dýrka líka týpur eins og Rosalía, Rihanna og Little Simz, sem eru óhræddar við að fara út fyrir kassann og eru t.d. algjörir töffarar og tomboys aðra stundina og svo þvílíkar skvísur og mega elegant þá næstu - ég tengi mjög við það! Yrsa sækir mikinn innblástur í það þegar fólk leyfir sér að vera það sjálft.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, svo lengi sem þér líður vel í því - go for it! Yrsa lifir ekki eftir boðum og bönnum í tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Þær eru nokkrar en lúkk sem kemur svona í fljótu bragði þá var það fyrir nokkrum árum þegar ég klæddist gjordjöss 70's rússkins leðurpilsi sem amma mín átti og notaði þegar hún var á aldur við mig, í uppháum leðurstígvélum af mömmu síðan hún var ung og svo í skyrtu sem ég var nýbúin að kaupa mér sjálf. Það er eitthvað svo fallegt við að þarna hafi tvinnast saman þrjár kynslóðir af ungum konum á sama tímabili í lífinu og að ég hafi fengið að klæðast flíkum sem bæði amma og mamma höfðu haldið svona mikið upp á, í bland við uppáhald frá mér! Yrsa hefur gaman að því að skoða ólík tískutímabil.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Bara að fylgja innsæinu og ekki taka henni of alvarlega. Vera óhrædd við að prófa nýja hluti og ekkert pæla í því hvað önnur eru að pæla, svo lengi sem þér líður vel í því muntu líta vel út í því. Yrsa fylgir innsæinu og tekur tískunni ekki of alvarlega.Aðsend
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. 8. júní 2024 11:31 „Tilfinningaþrungið að fá að fylgja myndinni í flík sem þessari“ Leikkonan og tónlistarkonan Elín Sif Hall hefur verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin ár, bæði í tónlistinni og á stóra skjánum. Hún skein skært á rauða dreglinum í Cannes á dögunum í fötum frá tískurisanum Chanel og býr yfir einstökum stíl sem vekur athygli. Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júní 2024 11:30 Alltaf að stela fötum af kærastanum Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. maí 2024 11:31 „Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tískuáhugamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Breki Jónas er óhræddur við að tjá sig í gegnum tískuna og fer sínar eigin leiðir í klæðaburði. Jón breki er alinn upp í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár. Hann lifir og hrærist í tískuheiminum en stefnir á markaðsfræði í danska háskólanum KEA og elskar að ferðast. Jón Breki er viðmælandi í Tískutali. 18. maí 2024 11:31 Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31 „Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. 11. maí 2024 11:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. 8. júní 2024 11:31
„Tilfinningaþrungið að fá að fylgja myndinni í flík sem þessari“ Leikkonan og tónlistarkonan Elín Sif Hall hefur verið áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin ár, bæði í tónlistinni og á stóra skjánum. Hún skein skært á rauða dreglinum í Cannes á dögunum í fötum frá tískurisanum Chanel og býr yfir einstökum stíl sem vekur athygli. Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. júní 2024 11:30
Alltaf að stela fötum af kærastanum Fyrirsætan Nadía Áróra Jonkers elskar að klæða sig upp og gefur sér góðan tíma til að skipuleggja klæðnað fyrir þemapartý. Hún hefur engin boð eða bönn þegar að það kemur að tískunni, er með fjölbreyttan og einstakan stíl, fer sínar eigin leiðir og heldur ekki aftur af sér í fatavali. Nadía Áróra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. maí 2024 11:31
„Blessunarlega ekkert stoppaður af foreldrum mínum“ Tískuáhugamaðurinn og lífskúnstnerinn Jón Breki Jónas er óhræddur við að tjá sig í gegnum tískuna og fer sínar eigin leiðir í klæðaburði. Jón breki er alinn upp í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár. Hann lifir og hrærist í tískuheiminum en stefnir á markaðsfræði í danska háskólanum KEA og elskar að ferðast. Jón Breki er viðmælandi í Tískutali. 18. maí 2024 11:31
Fataherbergið seldi henni íbúðina strax Ofurskvísan Anna Björk er nýútskrifuð úr meistaranámi í mannauðsstjórnun og elskar fjölbreytileika tískunnar. Hún er viðmælandi í Tískutali. 4. maí 2024 11:31
„Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“ Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali. 11. maí 2024 11:30