Um er að ræða 231 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi. Við húsið er 59 fermetra sérstæður bílskúr og fallegur og skjólsæll garður með verönd, heitum potti og leiksvæði fyrir börn.
Húsið er afar sjarmerandi og hlýlega innréttað og hafa húsráðendur í gegnum tíðina nostrað við eiginina á vandaðan og smekklegan máta.
Þess má geta að Jón er ekki eini skemmtikrafturinn sem átt hefur heima í þessu húsi en Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, átti þarna heima um árabil.
Ætla má að það eigi eftir að fara vel um Daða, kærustuna Þuríði Björgu Björgvinsdóttur, og dóttur þeirra Míu sem er eins árs.
Daði og fjölskylda bjuggu áður við Grandaveg en þá eign átti Daði einnig með móður sinni.