Fimm af flottari EM mörkum þessarar aldar Íþróttadeild Vísis skrifar 13. júní 2024 12:01 David Marshall prýddi forsíður blaðanna eftir kómíska tilraun sína til að verja langskot Patrik Schick á EM 2020. EPA-EFE/Andy Buchanan Evrópumót karla í knattspyrnu hefst með leik Þýskalands og Skotlands á morgun, föstudag. Að því tilefni tók Vísir saman fimm af skemmtilegri EM mörkum þessarar aldar. Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira