Á að hundsa öll viðvörunarljós? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 11. júní 2024 10:30 „Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Tryggvi Hjaltason sem vann skýrsluna segir það hafa reynst erfitt þegar hann rýndi allar skólarannsóknir að allar báru þær að sama brunni. Engu hafi skipt hvaða rannsókn var skoðuð. Mælingin var alltaf slæm og síðasta mælingin var alltaf sú versta. Þessu sé ekki hægt að lýsa öðruvísi en sem hruni. Og botninum sennilega ekki náð. Þetta er ótrúleg lýsing og það er að sama skapi ótrúlegt hve lítil viðbrögð þessi alvarlega staða hefur vakið. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kveðst bjartsýnn á að ný skýrsla um stöðu drengja í menntakerfinu muni skila góðum árangri. Á hverju þessu bjartsýni byggir er hins vegar óljóst. Drengir verða af tækifærum Drengir í íslensku skólakerfi standa sig mun verr í námi en drengir í nágrannalöndum okkar. Brottfall drengja úr framhaldsskóla er mest hérlendis í samanburði við Vesturlönd og minnstar líkur á að drengir ljúki framhaldsnámi. Kennarar lýsa því að brottfall drengja sé meira hjá strákum en stelpum meðal annars vegna þess að þeir eiga erfiðara með að tjá sig. Þá skorti karlkyns fyrirmyndir við kennslu og fjölbreyttara námsefni. Skýrslan ber með sér að stjórnvöld hafa brugðist drengjum og ekki síður að stjórnvöld hafa brugðist kennurum. Miklar kröfur eru gerðar til kennara sem hafa hins vegar ekki fengið þann nauðsynlega stuðning í starfi sem þeir þurfa. Það er lýsandi fyrir stöðuna að brottfall nýrra kennara úr starfi er töluvert – sem speglar hversu erfitt starfsumhverfið er. Á þessu bera stjórnvöld auðvitað höfuðábyrgð. Geta ekki lesið sér til gagns Þessi nýjasta skýrsla dregur því miður fram sömu alvarlegu stöðu og síðasta PISA mæling, þar sem kom fram að 40% 15 ára barna geta ekki lesið sér til gagns. Þar eins og í öðrum samanburðargögnum skrapar Ísland botninn í alþjóðlegum samanburði. Lesskilningur er undirstaða tungumálsins okkar – og lélegur lesskilningur takmarkar getu barna til þátttöku í samfélaginu. Þetta háa hlutfall barna sem ekki getur lesið sér til gagns ætti að halda fyrir okkur vöku því þetta hlutfall sýnir að stór hópur barna situr eftir á Íslandi og verður af tækifærum. En þetta þarf auðvitað ekki að vera svona. Skólinn á að vera okkar besta jöfnunartæki, en til að þetta jöfnunartæki virki þarf að passa upp á að kennarar fái að gera það sem þeir gera best: að kenna. Í nýlegum heimsóknum þingflokks Viðreisnar í grunnskóla og framhaldsskóla fundum við þann kraft og mikla metnað sem einkennir kennara og starfsfólk skólanna. Kennarar eiga skilið að fá að verja kröftum sínum við að kenna við betri aðstæður. Kennarinn sem breytir lífi barns Við þekkjum flest kennara sem breyttu lífi okkar. Kennara sem ljómuðu af hugsjón fyrir starfinu. Þeir eiga skilið að um þessa alvarlegu stöðu sé rætt og að brugðist sé við með tafarlausum og markvissum aðgerðum í þágu skólanna. Þessir kennarar eiga skilið að stjórnvöld meti þá að verðleikum. Að brugðist sé við grafalvarlegum niðurstöðum sem allar eru á eina lund. Kennarinn á að fá rými til að vera kennari og rými til að halda áfram að breyta lífi barnsins til góðs og að stjórnvöld séu skýr um það markmið að skólarnir verði okkar besta jöfnunartæki. Setja þarf aukinn kraft í gerð námsefnis í íslenskum skólum. Víða í skólakerfinu er hópastærð eða bekkjastærð vandamál. Of mörg börn eru saman í kennslustund. Og auðvitað hefur áhrif að samræmdar mælingar skortir – þannig að skólastarf er eins og í blindflugi. Mælingar eru stuðningstæki og þær á ekki að hræðast. Það er kominn tími á að stjórnvöld og stjórnmálin axli sína ábyrgð í skólamálum. Það geta þau gert með því að veita skólunum þá athygli sem skólanir eiga skilið og með því að víkja sér ekki undan því að skapa skólunum umgjörð sem gerir fagfólki kleift að mæta eigin metnaði. Menntakerfið á að þjóna því hlutverki að auka tækifæri barna í samfélaginu. Og það er stjórnvalda að sjá til þess að skólarnir fái tækifæri til þess að gera það. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun